Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 23. mars 2024 16:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Hareide útskýrir hvers vegna hann tjáði sig um stríðsátökin
Icelandair
Þetta sagði ég bara vegna þess að ég von­ast eft­ir friði
Þetta sagði ég bara vegna þess að ég von­ast eft­ir friði
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ég ræddi þetta aldrei við leik­menn­ina, talaði bara um fót­bolta og ekk­ert annað.
Ég ræddi þetta aldrei við leik­menn­ina, talaði bara um fót­bolta og ekk­ert annað.
Mynd: Getty Images
Svona sál­fræðihernaður er hluti af fót­bolt­an­um
Svona sál­fræðihernaður er hluti af fót­bolt­an­um
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það vakti athygli í aðdraganda leiks Íslands og Ísraels að landsliðsþjálfarinn Age Hareide var að tjá sig um stríðsátök Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gaza.

Einhverjir veltu fyrir sér hvers vegna Hareide væri að tjá sig í stað þess að einbeita sér alfarið að fótboltaleiknum sjálfum sem var framundan. Ísraelskir fjölmiðlamenn sögðu Hareide tjá sig um málefni sem hann vissi ekkert um og var hann sakaður um að taka afstöðu gegn Ísrael. Sá norski ræddi við Víði Sigurðsson á mbl.is á hóteli landsliðsins í gær.

„Ég hef aldrei á mín­um ferli lent í svona mál­um sem þjálf­ari. Við Ómar (Smárason samksiptastjóri KSÍ) ræðum þetta mikið og í raun og veru er engin ástæða fyr­ir mig að ræða um annað en fót­bolta. En ég gerði það því ég fann til með litl­um börn­um og for­eldr­um sem hafa orðið fyr­ir sprengj­um. Ég hvatti líka til þess að gísl­arn­ir yrðu frelsaðir og spreng­ing­un­um hætt, og þetta sagði ég bara vegna þess að ég von­ast eft­ir friði."

Hareide segist ekki hafa tekið afstöðu, segir báða aðila; Ísrael og Palestínu hafa gert hluti sem eigi ekki að gera. Hann segir að fólk eigi að einbeita sér að friði og að samviska sín hafi sagt honum að hann yrði að tjá sig.

„Ég hef ekk­ert á móti ísra­elsk­um knatt­spyrnu­mönn­um, en ég verð að segja að ég er ekki sátt­ur við stjórn­mál­in í Ísra­el. Þetta er mín skoðun og í Nor­egi má ég láta hana í ljós. Það fang­els­ar mig eng­inn fyr­ir það. Svona má ekki koma fram við fólk."

Þjálfarinn segist ekki hafa verið hissa þegar íslraelsku fréttamennirnir spurðu út í hans ummæli.

„Ég vissi að þeir myndu gera það og þetta var ákveðin leikja­fræði hjá þeim. Þeir gerðu þetta til að reyna að trufla mig og ís­lenska landsliðið, beina at­hygl­inni hjá mér frá leikn­um. En ég lét þá ekki trufla mig eða liðið, ég ræddi þetta aldrei við leik­menn­ina. Talaði bara um fót­bolta og ekk­ert annað. Svona sál­fræðihernaður er hluti af fót­bolt­an­um," sagði Hareide við mbl.is.

Viðtalið í heild sinni má nálgast með því að smella hér. Ísland vann leikinn gegn Ísrael 4-1 á fimmtudagskvöldið og framundan er úrslitaleikur gegn Úkraínu á þriðjudagskvöld. Leikurinn fer fram í Wroclaw í Póllandi og kemst sigurvegarinn á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner