Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 23. mars 2024 19:31
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði fljótasta landsliðsmark sögunnar
Mynd: Getty Images
Austurríski landsliðsmaðurinn Christoph Baumgartner skoraði fljótasta landsliðsmark í sögunni í 2-0 sigri á Slóvakíu í vináttulandsleik í kvöld.

Aðeins um 5,5 sekúndur voru liðnar af leiknum er Christoph Baumgartner skoraði fyrir Austurríki.

Gestirnir tóku miðju og keyrði Baumgartner upp völlinn, þar sem hann lék á nokkra leikmenn áður en hann hamraði boltanum fyrir utan teig og í netið.

Um fimm og hálf sekúnda var búin af leiknum er hann skoraði markið en það er heimsmet. Lukas Podolski átti metið en hann skoraði eftir sjö sekúndur í vináttulandsleik með Þýskalandi gegn Ekvador árið 2013.

Hægt er að sjá markið hjá Baumgartner hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner