Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 23. mars 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
UMFG fær 2,5 milljónir fyrir góðgerðartreyju Macron
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Í vikunni afhenti Macron ágóðann af sölu góðgerðartreyju Ungmennafélags Grindavíkur. Upphæðin rennur óskipt til yngri flokka starfs félagsins. Þegar hugmyndin kviknaði hjá Macron á Íslandi þá vildum við endilega hjálpa til,” sagði Andrea Palilla frá Macron á Ítalíu sem kom til Íslands til að verða viðstaddur afhendingu styrksins.

„Ég var einmitt í heimsókn í Grindavík fyrir tæpum tveimur árum þannig að fréttamyndirnar ýttu sérstaklega við mér og við á Ítalíu vildum endilega leggja okkar af mörkum,” sagði Andrea Palilla. “Og það er gaman frá því að segja að treyjan seldist ekki bara víðs vegar um Ísland heldur líka erlendis.”

Treyjan eru sérhönnuð og verður tilbúin til afhendingar í apríl. Salan hófst 18. desember og svo fór að gjósa um kvöldið.

„Það var allt búið að vera tilbúið í nokkra daga en við vorum búin að vera að velta fyrir okkur rétta tímapunktinum að hefja söluna,” sagði Halldór B. Bergþórsson framkvæmdastjóri Macron á Íslandi.

„Það var mögnuð tilviljun að daginn sem salan hófst skyldi fara að gjósa um kvöldið. Það er góð tilfinning að geta gert eitthvað smávegis fyrir krakkana í félaginu á þessum erfiðu tímum. Við vonum innilega að bæjarbúar geti fljótlega horft fram á bjartari tíð."

„Það hefur verið mikil áskorun að halda úti yngri flokka starfinu síðustu misseri þannig að hver króna í kassann er vel þegin,” segir Klara Bjarnadóttir formaður UMFG sem tók við styrknum fyrir hönd félagsins ásamt Ásgerði Huldu Karlsdóttur. “Samstarfið við Macron hefur verið mjög gott og kunnum við virkilega að meta þetta frumkvæði af þeirra hálfu.”

Macron og UMFG vilja líka koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra fjölmiðla, birtingaraðila og annarra íþróttafélaga sem hjálpuðu við að kynna verkefnið með því að bjóða fría umfjöllun og auglýsingar á sínum miðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner