Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. mars 2024 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: Þjóðverjar unnu Frakka - Króatar gerðu markalaust jafntefli
Florian Wirtz skoraði fyrra mark Þjóðverja eftir aðeins sjö sekúndur
Florian Wirtz skoraði fyrra mark Þjóðverja eftir aðeins sjö sekúndur
Mynd: Getty Images
Þýskaland vann Frakkland, 2-0, er liðin mættust í vináttuleik í Lyon í Frakklandi í kvöld.

Þjóðverjar voru ekki lengi að taka forystuna. Toni Kroos, sem var að spila sinn fyrsta landsleik í þrjú ár, lagði boltann á Florian Wirtz sem hamraði boltanum í netið eftir aðeins sjö sekúndur.

Frakkar náðu að koma sér inn í leikinn með nokkrum ágætum tilraunum frá Kylian Mbappe og Adrien Rabiot, en þeim tókst ekki að koma boltanum framhjá Marc-andre ter Stegen í markinu.

Þjóðverjar tvöfölduðu forystuna snemma í þeim síðari eftir að Kai Havertz stýrði sendingu Jamal Musiala í netið.

Sigur Þýskaland hefði líklega getað orðið stærri ef ekki hefði verið fyrir Bryce Samba í marki Frakka. Sá varði vel í þeim síðari og kom í veg fyrir niðurlægingu.

Króatía gerði á meðan markalaust jafntefli við Túnis í Kairó í Egyptalandi. Ákveðið var að hafa vítaspyrnukeppni eftir leikinn og þar höfðu Króatar betur, 5-4.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner