Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 24. mars 2024 22:36
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikur: Ítalía lagði Ekvador að velli
Nicolo Barella skoraði seinna mark Ítalíu
Nicolo Barella skoraði seinna mark Ítalíu
Mynd: EPA
Ítalía 2 - 0 Ekvador
1-0 Lorenzo Pellegrini ('3 )
2-0 Nicolo Barella ('90 )

Ítalía vann Ekvador, 2-0, er þjóðirnar áttust við í vináttuleik í New York í Bandaríkjunum í kvöld.

Lorenzo Pellegrini, leikmaður Roma, kom Ítölum á bragðið á 3. mínútu með stórkostlegu skoti fyrir utan teig. Federico Dimarco tók aukaspyrnu í vegginn og til Pellegrini sem hamraði honum efst í hægra hornið.

Inter-maðurinn Nicolo Barella skoraði síðan annað markið í uppbótartíma síðari hálfleiks eftir frábæra skyndisókn. Riccardo Orsolini átti laglega sendingu inn fyrir á Barella sem vippaði boltanum yfir markvörð Ekvador og í netið.

Landsliðsverkefni Ítalíu er þar með lokið en þjóðin vann báða vináttuleiki sína. Ítalir unnu einnig Venesúela, 2-1, þar sem Mateo Retegui, samherji Alberts Guðmundssonar, gerði bæði mörkin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner