Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 24. mars 2024 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinicius Junior: Walker er besti varnarmaður sem ég hef mætt
Vinicius Junior í leiknum í gær
Vinicius Junior í leiknum í gær
Mynd: EPA

Brasilía vann England í æfingaleik á Wembley í gær þar sem Endrick, verðandi leikmaður Real Madrid, skoraði eina mark leiksins.


Kyle Walker bakvörður enska landsliðsins og Manchester City þurfti að fara af velli snemma leiks vegna meiðsla. Vinicius Junior leikmaður Real Madrid hrósaði honum í hástert eftir leikinn.

„Þetta er mjög sorglegt. Það er sorglegt í hvert sinn sem leikmaður fer meiddur af velli, ekki bara fyrir leikmanninn sjálfan heldur okkur alla sem eru á vellinum. Við viljum alltaf spila gegn þeim bestu. Ég hef alltaf sagt að Walker sé besti varnarmaður sem ég hef mætt, þetta er alltaf skemmtileg barátta," sagði Vinicius Junior.

„Hann ber virðingu fyrir mér og ég ber virðingu fyrir honum. Allir verjast fyrir sitt lið af öllum lífs og sálarkröftum."

Real Madrid fær Manchester City í heimsókn í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 9. apríl.


Athugasemdir
banner
banner
banner