Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 25. mars 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin einoka Þjóðadeildina áfram
Bandaríkin fóru með sigur af hólmi í Þjóðadeildinni.
Bandaríkin fóru með sigur af hólmi í Þjóðadeildinni.
Mynd: EPA
Bandaríkin stóðu uppi sem sigurvegarar í Þjóðadeild CONCACAF - fótboltasambandi Norður-, Mið-Ameríku og Karíbahafs - í gærkvöldi.

Bandaríkin mættu nágrönnum sínum í Mexíkó í úrslitaleik en þar voru það Tyler Adams og Giovanni Reyna sem skoruðu mörkin fyrir bandaríska liðið.

Markið hjá Adams var sérstaklega glæsilegt en það má sjá hér fyrir neðan.

Þrisvar þurfti að stöðva leikinn í gær vegna hómófóbískra söngva hjá áhorfendum. CONCACAF sendi frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem söngvarnir voru fordæmdir.

Bandaríkin hafa unnið alla þrjá Þjóðadeildartitlana frá því keppnin var stofnuð hjá CONCACAF fyrir fimm árum síðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner