Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Enginn heimsendir ef Man City verður dæmt niður um deild
Mynd: EPA
Paulo Wanchope í leik með Man City
Paulo Wanchope í leik með Man City
Mynd: Getty Images
Paulo Wanchope, fyrrum leikmaður Manchester City, hefur engar áhyggjur af framtíð félagsins, hvort sem félagið verði dæmt niður um deild eða ekki.

Enska úrvalsdeildin kærði Manchester City fyrir 115 brot á fjárhagsreglum deildarinnar.

Rannsókn deildarinnar hófst árið 2018 og var kæran gefin út í febrúar á síðasta ári en Man City mun þurfa að svara fyrir kærurnar eftir þetta tímabil.

Möguleiki er á því að Man City verði svipt titlum og dæmt niður um deild en það á eftir að koma betur í ljós. Wanchope, sem lék með Man City frá 2000 til 2004, meðal annars eitt tímabil í B-deildinni, telur að það verði allt í lagi með félagið þó það verði dæmt niður um deild.

„Þeir munu koma til baka, hvað sem gerist í þessu. Kjarni stuðningsfólksins er afar sterkur. Það er ástæðan fyrir því að allt gengur svo vel núna, því þeir hafa áður upplifað erfiða tíma og þeir komust í gegnum þá tíma. Ég man þegar þeir voru að spila í B- og C-deildunum, en þrátt fyrir það stóðu stuðningsmenn á bakvið þá enda eru þeir afar sérstakir. Ég hef engar áhyggjur hvað sem gerist, en vonandi verða engar skaðlegar refsingar,” sagði hann við Daily Star.
Athugasemdir
banner
banner