Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 25. mars 2024 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Tumi Þorvarsson (HK)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Algjör þvæla.
Algjör þvæla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Helgi í HK?
Ásgeir Helgi í HK?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndi sóma sér vel í Love Island.
Myndi sóma sér vel í Love Island.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gjöf sem hættir ekki að gefa.
Gjöf sem hættir ekki að gefa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sá efnilegasti.
Sá efnilegasti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vælir endalaust.
Vælir endalaust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin hliðin rúllar af stað árið 2024, við hér á Fótbolta.net erum byrjaðir að spá fyrir Bestu deildina og komið er að því að kynna leikmann úr liðinu sem spáð er 12. sæti í sumar.

Tumi vakti athygli strax í fyrstu umferð á síðasta tímabili og kynnumst við honum betur í dag. Hann kom við sögu í fimm leikjum í fyrra og var í vetur í úrtakshóp fyrir U19 landsliðið.

   11.04.2023 17:00
Köngulóarmaðurinn í HK átti mögulega stærsta augnablik leiksins

Fullt nafn: Tumi Þorvarsson

Gælunafn: Icy T, Köngulóarmaðurinn og T-Pain en er lang oftast kallaður bara Tumi

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: 2021 æfingaleikur á móti ÍBV sem ég man voða lítið eftir.

Uppáhalds drykkur: Nocco stjórnar leiknum á Íslandi

Uppáhalds matsölustaður: Haninn. Lemon and herb úfff iykyk

Hvernig bíl áttu: Ég keyri um á rafmagns peugeot sem ég á ekkert í.

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Ég henti pening í bitcoin á kolvitlausum tíma.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison break og Love island er besta TV allra tima.

Uppáhalds tónlistarmaður: Kalli og Drake eru mínir menn

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta lítið á hlaðvörp en er að vinna soldið með það að hlusta á Vaktina

Uppáhalds samfélagsmiðill: Eyði alltof miklum tíma á tiktok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: myflixerz.to

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr og Hjörvar Hafliða eru funny.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Pabbi ksí mat heiða Ikea og ég er að reyna að ljóstillífa” mamma að útskýra afhverju það væri ekki matur heima. Hún eldaði svo fyrir mig þannig takk mamma.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Breiðablik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Óli Valur spilaði á móti okkur í 2fl. Það var algjör þvæla, setti 3 og fór svo skellihlægjandi útaf.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ómar ingi, Raggi sig og Tóti Dan eru menn sem hafa hjálpað mér mikið, ekki hægt að gera upp á milli þeirra

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: 100% Valgeir Valgeirsson. Drengurinn vælir endalaust

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney eru 2 gæjar sem ég hef alltaf elskað

Sætasti sigurinn: Fyrsti leikurinn móti Blikum í fyrra er leikur sem ég mun sennilega aldrei gleyma.

Mestu vonbrigðin: Að tapa í undanúrslitum á móti Stjörnunni í 3fl 2021 sveið.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ásgeir Helgi er alvöru kóngur og væri svona 10x nettari í HK treyju

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Karl Ágúst er proper baller

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ég og Atli Þór hljótum að eiga þennan titil

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Þrátt fyrir að skórnir séu komnir á hilluna hjá henni þá tekur Emilía Rún Árnadóttir þetta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Kristján Snær 1000% er nokkuð viss um að hann sé mesti höstler á Íslandi ef út í það er farið

Uppáhalds staður á Íslandi: Kórinn og rúmið mitt, eyði lang mestum tíma þar

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég spilaði seinasta korterið á móti Þrótti R í rammanum með 2fl í fyrra sem var helvíti skemmtileg reynsla

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ég verð að spila með Propads legghlífar

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég fylgist ekki mikið með öðrum íþróttum en er alltaf með annað augað á “Spida” Mitchell í körfunni.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Er í reima lausum Adidas X akkúrat núna en annars er það eiginlega alltaf Nike Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Íslenska og Jarðfræði. Íslendingasögurnar gera mig reiðan.

Vandræðalegasta augnablik: Er vandræðalega lélegur í sláarkeppni þannig öll þessi skipti sem ég hef sungið inní klefa eftir að hafa tapað sláarkeppni eru mjög erfið.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Arnar Freyr og Eiður Atli mundu sjá um það að veiða mat og svo kæmi Daníel Tristan af því að ef að hann væri horfinn í meira en 24 tíma mundi alltaf koma leitar lið að finna okkur

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Kristján Snær í Love Island af því að ég þrái fátt meira en að hann finni ástina.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var markmaður í bæði handbolta og fótbolta

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Eiginlega allir samherjar mínir hafa komið mér á óvart á sinn hátt en Eiður Atli er gjöf sem hættir aldrei að gefa. Ég hef alltaf vitað að hann væri bullari en ekki svona mikill.

Hverju laugstu síðast: Að ég skyldi hvað var í gangi í spænsku

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta eru ekkert eðlilega þreytt

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Ronaldo hvernig hann fer að því að halda áfram að performa á hæsta leveli 39 ára. Geitin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner