Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 25. mars 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Wroclaw
„Ísland er agaðra og betur skipulagt lið“
Icelandair
Yukhym Konoplya.
Yukhym Konoplya.
Mynd: Getty Images
Yukhym Konoplya hægri bakvörður úkraínska liðsins og leikmaður Shaktar Donetsk segir að Ísland sé mun sterkari andstæðingur en landslið Bosníu.

Úkraína vann Bosníu í undanúrslitum umspilsins með því að skora tvívegis mjög seint í leiknum en Bosnía var lengi með forystuna.

Konoplya segir vallaraðstæður í Bosníu hafa verið erfiðar og völlurinn hafi ekki verið vökvaður.

Annað kvöld leikur Úkraína gegn Íslandi hér í Wroclaw í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.

„Þeir eru með aga og skipulag sem Bosnía er ekki með. Ég er viss um að þeir séu líkamlega tilbúnari og við þurfum að vera betur undirbúnir en gegn Bosníu," segir Konoplya við úkraínska fjölmiðla.

„Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera því þeir hafa oft náð góðum úrslitum. Þeir eru með betra lið en Bosnía."
Athugasemdir
banner
banner
banner