Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 25. mars 2024 16:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Grótta með þægilegan sigur í fyrsta leik Eiðs Arons
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta 3 - 0 Vestri
1-0 Tareq Shihab
2-0 Grímur Ingi Jakobsson
3-0 Grímur Ingi Jakobsson

Grótta vann þægilegan sigur á Vestra í leik sem fór fram í Lengjubikarnum í dag. Þetta var frestaður leikur í riðli eitt í A-deild karla en hann fór fram á Seltjarnarnesi.

Eiður Aron Sigurbjörnsson, sem samdi við Vestra í gær, byrjaði inn á og spilaði sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag.

Eiður fékk enga óskabyrjun þar sem Grótta lék á als oddi í fyrri hálfleiknum og leiddi að honum loknum 3-0. Grímur Ingi Jakobsson gerði tvö mörk eftir að Tareq Shihab hafði komið Gróttu á bragðið.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 3-0 fyrir Gróttu í þessum leik en Grótta leikur í Lengjudeildinni í sumar á meðan Vestri verður í Bestu deildinni.

Grótta endar fyrir ofan Vestra í fimmta sæti riðilsins; Grótta með þrjú stig og Vestri með tvö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner