Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Mikil ánægja með að tvífari Trossard verði á flautunni í Póllandi - „Hann fær gæðavottun frá Meyernum“
Icelandair
Clément Turpin dæmdi úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum
Clément Turpin dæmdi úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvífararnir Turpin og Trossard
Tvífararnir Turpin og Trossard
Mynd: Af netinu
Tómas Meyer hefur sett gæðastimpil á Turpin
Tómas Meyer hefur sett gæðastimpil á Turpin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franski dómarinn Clément Turpin verður dómari í leik Íslands og Úkraínu í úrslitaleik EM-umspilsins á morgun en þetta verður í annað sinn sem hann dæmir leik þessara þjóða.

Turpin er með fremstu dómurum heims. Hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2022 er Real Madrid og Liverpool mættust og þá hefur hann dæmt á fjölda stórmóta.

Frakkinn dæmdi meðal annars í 1-1 jafntefli í undankeppni HM árið 2016.

Elvar Geir Magnússon og Sæbjörn Steinke, ritstjórar Fótbolta.net, eru ánægðir með að tvífari Arsenal-mannsins, Leandro Trossard, verði á flautunni í leiknum.

„Maðurinn sem dæmdi þennan leik 2016 er að fara dæma aftur viðureign þessara liða á þriðjudaginn. Tvífari Leandro Trossard, þeir eru alveg eins. Það er hægt að finna myndir þar sem hann er að spjalla við Trossard og þeir er eins og tvíburabræður að spjalla saman á vellinum.“

„Hann er búinn að vera dæma lengi í hópi bestu dómara heims. Búinn að dæma á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og Evrópumótum og dæmdi úrslitaleik Real Madrid og Liverpool í Meistaradeildinni á Stade De France.“

„Hann dæmdi reyndar víti á Ísland í þessum leik gegn Úkraínu. Það var Arnór Ingvi sem var brotlegur, en hann skaut í stöngina. Konoplyanka skaut í stöngina, en það var ekki það að við vorum góðir í þessum leik heldur féll allt með okkur,“
sagði Elvar Geir.

Ástríðu-dómarinn Tómas Meyer er sérstaklega ánægður og fær hann sérstaka gæðavottun frá honum. Tómas hefur verið einn allra besti neðrideildar dómari síðustu árin, en Turpin er í miklu uppáhaldi hjá honum.

„Ég er ánægður með þetta val. Tómas Meyer tjáði sig á samfélagsmiðlum, okkar maður, hann fagnaði þessu og sagði að Clément Turpin væri í miklu uppáhaldi. Þannig hann er með gæðavottun frá Meyernum,“ sagði Elvar enn fremur.
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Athugasemdir
banner
banner
banner