Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 25. mars 2024 15:56
Elvar Geir Magnússon
Wroclaw
Ofurtölvan hefur ekki mikla trú á Íslandi
Icelandair
Frá vellinum í Wroclaw.
Frá vellinum í Wroclaw.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Gervigreind á vegum Opta var notuð til að giska á niðurstöðuna í viðureign Úkraínu og Íslands sem fram fer á morgun en sigurliðið mun leika á Evrópumótinu í Þýskalandi.

Ofurtölvan segir að það yrði mjög óvænt ef Ísland stæði uppi sem sigurvegari.

Eftirlíking af leiknum var spiluð tíu þúsund sinnum og vann Ísland aðeins 15,8% af þeim leikjum. Úkraína vann án þess að þurfa uppbótartíma í 66,3%.

Í 17,9% tilfella fór leikurinn í framlengingu.

Leikur Úkraínu og Íslands fer fram annað kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma, 20:45 að staðartíma hér í Wroclaw.
Athugasemdir
banner
banner
banner