Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. mars 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Styttist í stórt verkefni hjá U19 - „Ætlum okkur aftur að komast á EM"
Ísland fagnar marki á Evrópumótinu síðasta sumar.
Ísland fagnar marki á Evrópumótinu síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir.
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska U19 landsliðið tekur þátt í milliriðlum fyrir Evrópumótið núna í byrjun næsta mánaðar. Ísland er í riðli með Írlandi, Króatíu og Austurríki en leikið er í Króatíu dagana 1. til 10. apríl.

U19 landsliðið komst í lokakeppnina í fyrra en til að ná því aftur þarf liðið að vinna þennan riðil.

Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir er á meðal þeirra leikmanna sem munu taka þátt í þessu stóra verkefni sem framundan er en hún var líka með á Evrópumótinu í fyrra og hefur því reynslu af því að fara á stórmót.

„Þetta er mjög spennandi verkefni og við ætlum okkur aftur að komast á EM," sagði Sigríður Theódóra við Fótbolta.net í síðustu viku. „Það er ekkert annað í stöðunni."

„Ég held að yngri landsliðin séu komin með þessa stefnu núna. Þetta er hægt og núna er stefnan þannig að yngri landsliðin eigi alltaf möguleika á að fara á EM."

Hún segir að það hafi verið virkilega skemmtilegt að fara með U19 landsliðinu á Evrópumótið í fyrra en það er mikilvæg reynsla fyrir yngri leikmenn að fara á slíkt mót.

„Það var geggjuð upplifunin, ótrúlegar góðar minningar og bara frábært. Við stefnum bara enn hærra alltaf."

Hægt er að sjá viðtalið við Sigríði í heild sinni hér fyrir neðan.
„Mjög þakklát fyrir allan áhugann sem Þróttur sýndi mér"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner