Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 25. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Vilja framlengja samning Nagelsmann
Mynd: EPA
Þýska fótboltasambandið hefur verulegan áhuga á því að framlengja samning Julian Nagelsmann en þetta sagði forseti sambandsins í viðtali við ZDF.

Nagelsmann tók við þýska landsliðinu af Hansi Flick á síðasta ári og hefur verið að gera ágætis hluti upp á síðkastið.

Samningur hans rennur út eftir Evrópumótið í sumar en þýska fótboltasambandið er að íhuga að bjóða honum nýjan samning.

„Við þurfum að ræða saman og er ég nokkuð viss um að við munum fljótlega finna niðurstöðu í þessu máli. Nagelsmann vill finna lausn fyrir Evrópumótið og við virðum hans ósk,“ sagði Bernd Neuendorf, forseti þýska fótboltasambandsins.

Einhver umræða hefur verið á lofti um að Jürgen Klopp gæti tekið við af Nagelsmann, en Klopp mun hætta með Liverpool í sumar. Hann ætlar hins vegar að taka sér eins árs frí frá fótbolta og er því ekki falur í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner