Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 25. mars 2024 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zinchenko: Ísland með leikmenn sem við þurfum að varast
Oleksandr Zinchenko.
Oleksandr Zinchenko.
Mynd: Getty Images
Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal, er stærsta stjarnan í liði Úkraínu sem mætir Íslandi á morgun í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í sumar.

Úkraínska knattspyrnusambandið birti í dag viðtal við Zinchenko á vefsíðu sinni þar sem hann ræddi um leikinn gegn Íslandi á morgun.

„Undirbúningurinn hefur gengið vel en við sjáum hvað við gerum í leiknum því það er annað að spila leikinn. Mér finnst við vera með gott lið og góða leikmenn, en við þurfum að sýna okkar besta," segir Zinchenko.

„Við erum búnir að greina íslenska liðið, þeirra styrkleika og veikleika. Íslendingum finnst gaman að spila varnarleik og þeir treysta á skyndisóknir. Það eru leikmenn í þeirra liði sem við þurfum að varast."

Leikur Íslands og Úkraínu verður flautaður á klukkan 19:45 að íslenskum tíma, annað kvöld.
Athugasemdir
banner