Útvarpsmaðurinn Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Doddi litli, er spámaður 21. umferðar Pepsi-deildarinnar. Allir leikir umferðarinnar verða á sama tíma, á morgun laugardag klukkan 14.
Ef spá Dodda rætist mun FH tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en spennan í fallbaráttunni mun aukast.
Ef spá Dodda rætist mun FH tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en spennan í fallbaráttunni mun aukast.
Leiknir 3 - 0 KR (laugardag 14)
Þeir halda áfram! Leiknismenn hafa verið að undirbúa samkvæmi fyrir Ljónin sín í allt sumar. Daðrað við fallið en taka núna endasprettinn með látum þegar allir halda að þetta sé búið hjá þeim og maður lifandi gleðin í Beverly Hills (Breiðholtinu) þegar þeir halda sér uppi verður mögnuð! Ferðin til björgunar hefst á laugardaginn með öruggum sigri á KR!
Breiðablik 3 - 1 ÍBV (laugardag 14)
Blikar hafa án nokkurs vafa verið skemmtilegasta liðið í deildinni í sumar. Því miður guggnuðu þeir á lokametrum þegar allt leit út fyrir þriggja hesta kapphlaup og gera ekki annað en að naga handabök þessa dagana. Þeir vilja samt tryggja annað sætið og hafa að miklu að keppa og verða ofjarlar Eyjamanna. Sító er alltaf að fara setja eitt allavega.
Víkingur 1 - 0 Fylkir (laugardag 14)
Víkingar vinna 1-0 með marki Ívars þar sem hann er í Fantasy-liðinu mínu, daufur leikur. Hvorugt liðið nennir þessu. Hemmi fær rautt fyrir að öskra á sína menn en dómarinn heldur að hann sé að öskra á sig. Það er ekki hægt að birta það sem Hermann sagði, þetta er fjölskylduvefur.
ÍA 1 - 4 Valur (laugardag 14)
Kampavíns Gulli verður sultuslakur á bekknum, öskrar ekkert á sína menn. Sáttur með sætið sitt og piltarnir hans líka. Valsmenn vilja sæti KR-inga og verða klikkaðir í sókninni. Patrekur með fjögur.
FH 1 - 0 Fjölnir (laugardag 14)
Fimleikadrengir klára þetta um helgina. Fjölnismenn verða í engu stuði. Doumbia skorar.
Stjarnan 5 - 3 Keflavík (laugardag 15)
Stjarnan að finna fjölina sína, full seint kannski en slæmar fréttir fyrir Keflvíkinga sem virðast hættir. En takið eftir: Jóhann Birnir smellir sér í startið og öskrar sína menn áfram eins og herforinginn sem hann er og Keflavík spilar sinn langbesta leik í sumar! Chuck skellir í þrennu, þar af mark tímabilsins, bakfellur með glæsbrag. 0-3 í hálfleik. Jói telur sig hafa gert nóg, skiptir sér útaf í hálfleik, 5 -3.
Fyrri spámenn:
Árni Vilhjálmsson (5 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (4 réttir)
Aron Einar Gunnarsson (3 réttir)
Haraldur Björnsson (3 réttir)
Haukur Harðarson (3 réttir)
Daði Guðmundsson (3 réttir)
Ejub Purisevic (3 réttir)
Kristján Gauti Emilsson (3 réttir)
Kolbeinn Tumi Daðason (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Adolf Ingi Erlingsson (2 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Kristján Jónsson (2 réttir)
Maggi Peran (2 réttir)
Martin Hermannsson (2 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (2 réttir)
Guðmundur Þórarinsson (1 réttur)
Hannes Þór Halldórsson (0 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir