Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Hálfleikur: Ísland 45 mínútum frá því að komast á EM
Icelandair
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Íslenska karlalandsliðið er rúmum 45 mínútum frá því að tryggja farseðilinn á Evrópumótið í Þýskalandi en liðið er að vinna Úkraínu, 1-0, í hálfleik.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

Eftir nokkuð rólega byrjun náði Ísland að komast betur inn í leikinn og eftir hálftímaleik var það Albert Guðmundsson sem skoraði mark Íslands með frábæru skoti rétt fyrir utan teiginn og í hægra hornið.

Roman Yaremchuk kom boltanum í netið fyrir Úkraínu nokkrum mínútum síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum. VAR-tæknin hjálpaði þar íslenska liðinu.

Íslenska liðið vildi fá rautt spjald á Ruslan Malinovsky undir lok hálfleiksins er hann gaf Hákon Arnari Haraldssyni olnbogaskot í hálsinn en Úkraínumaðurinn uppskar aðeins gult spjald.

Úkraínumenn þegar orðnir pirraðir og lofar það afar góðu. Nú er það bara að halda skipulagi og sigla þessu heim!


Athugasemdir
banner
banner