Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 26. mars 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cole byrjaði með látum - Sjáðu fyrstu tvö mörk hans fyrir Bandaríkin
Cole Campbell.
Cole Campbell.
Mynd: Getty Images
Cole Campbell spilaði nýverið sinn fyrsta leik fyrir U19 ára landslið Bandaríkjanna og byrjaði hann með látum. Hann skoraði tvö mörk þegar liðið vann sigur gegn Englandi.

Cole, sem er 18 ára gamall, á íslenska móður, spilaði í yngri flokkum á Íslandi og átti leiki fyrir U17 ára landslið Íslands en valdi það frekar fyrir stuttu að spila fyrir Bandaríkin.

Faðir hans er bandarískur og fékk hann því tækifæri á að velja Bandaríkin, sem hann gerði.

Hann er á mála hjá þýska félaginu Borussia Dortmund en hann kom til félagsins frá Breiðabliki fyrir tveimur árum. Hann spilaði einnig með FH í yngri flokkum.

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Cole, birti myndband af fyrstu mörkum Cole fyrir Bandaríkin en þau má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner