Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
   þri 26. mars 2024 23:12
Elvar Geir Magnússon
Wroclaw
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Icelandair
Jói skýtur að marki í leiknum í kvöld.
Jói skýtur að marki í leiknum í kvöld.
Mynd: Mummi Lú
„Það er erfitt að kyngja þessu og sérstaklega því við erum 1-0 yfir í hálfleik og eigum á 45 mínútur eftir," sagði Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands eftir 2-1 tap gegn Úkraínu í umspili um sæti á EM 2024 í kvöld.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

„Við fáum á okkur léleg mörk og það er erfitt að kyngja þessu. Við féllum ansi aftarlega á völlinn, auðvitað reyndum við að verjast en héldum ekki nógu vel í boltann. Það er erfitt að halda þannig út í 90 mínútur en það er samt grátlegt þegar við erum svona nálægt þessu að fá á sig tvö mörk og ná ekki á EM."

„Við bjuggumst auðvitað við því að það kæmi kraftur hjá þeim 1-0 undir og þannig séð á heimavelli. Við komumst í gegnum það og það var erfitt að fá jöfnunarmarkið á sig. Svo var hræðilegt að fá annað markið á sig og þá verð þetta erfitt."

Hvað fór úrskeiðis í mörkunum?

„Fyrra markið er skyndisókn hjá þeim og hann nær að komast á vinstri fótinn og kláraði það nokkuð vel. Við eigum að geta varist þessu en svona er fótboltinn stundum. Í seinna markinu er hann einhvern veginn aleinn fyrir utan og ég fer út og reyni að hjálpa Jóni Degi en þá er Mudryk mættur inn á miðjuna og klárar þetta. Auðvitað erum við með nóg af mönnum þarna til að verjast þessu en gerum það ekki."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan en þegar Jóhann var spurður út í tvö Evrópumót í röð sem við missum af á sárgrætilegan hátt sagði hann.

„Já í bæði skiptin komnir 1-0 yfir og ansi stutt frá þessu. Það er gríðarlega erfitt að taka þessu en svona er fótboltinn, það er næsta mót og reyna að koma sér þangað."<>/i>
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner