Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 14:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Toddi vonar að fleiri taki af skarið - „Höfum alltaf skapað einn og einn mjög góðan einstakling"
Icelandair
Albert skoraði þrennu gegn Ísrael.
Albert skoraði þrennu gegn Ísrael.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson fékk grænt ljós til að spila með íslenska landsliðinu í þessum landsleikjaglugga þrátt fyrir að niðurstaða um að fella mál hans niður hafi verið kærð.
Hann var svo tveimur dögum seinna besti maður leiksins þegar Ísland lagði Ísrael að velli í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM í sumar.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

Formaðuri KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, var til viðtals hér á Fótbolti.net og var hann spurður út í Albert og hversu mikilvægt að vera með leikmann sem geta breytt leikjum.

„Í gegnum tíðina höfum við alltaf skapað einn og einn mjög góðan einstakling sem breytir hlutum. Við höfum gert það og munum alltaf gera það. Ég held að í þessum hóp séu fleiri núna. Albert er með eiginleika til að klára og breyta leikjum og ég held að við séum með fleiri leikmenn sem geta gert það og ég vonast til að þeir taki af skarið líka í leiknum gegn Úkraínu og í framtíðinni."

„Við erum að sjá öðruvísi leikmenn koma upp hjá okkur, öðruvísi karaktera, og þeir þurfa að skapa sér nafn og skapa fyrir okkur hluti í framtíðinni. Það verður gaman að fylgjast með. Það er eitt að hafa hæfileika og kunnáttu, en það er ekki þar með sagt að þú fáir alltaf að skína. Nú er þeta undir þeim komið,"
sagði Toddi.

Í kvöld mætir Ísland liði Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Nánar er rætt við Todda í spilaranum hér fyrir neðan.
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner