Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2024 23:51
Brynjar Ingi Erluson
Vörnin er mesta áhyggjuefnið - „Öfug vandamál miðað við hvernig þetta var í gamla daga“
Icelandair
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Ísland á marga hæfileikaríka og efnilega leikmenn í landsliðum sínum og því ekki annað hægt en að að horfa björtum augum á framtíðina en Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af varnarleiknum.

Íslenska vörnin spilaði agaðan og vel skipulagðan varnarleik á gullárunum.

Ísland fór á EM 2016 og HM 2018 en hefur ekki komist á stórmót síðan. Birkir Már Sævarsson, Kári, Ragnar Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason skipuðu vörnina á EM en Hörður Björgvin Magnússon kom inn fyrir Ara á HM.

Vörnin hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og hefur ekki alveg tekist að slípa þann hluta vallarins, en sóknarlega er Ísland með marga frábæra leikmenn.

„Ekki spurning. Við erum með Albert, Hákon er kornungur, Hákon í markinu, Kristian Hlyns, Ísak, Andri Fannar að koma upp, Arnór Sig, Jón Dagur Orri og Andri Lucas. Þetta eru allt strákar á frábærum aldri, en hins vegar eru þetta allt framlínumenn [fyrir utan Hákon Rafn]. Þeir eru allir á miðju og framar. Ég hef áhyggjur af vörninni og hef í raun mestar áhyggjur af henni,“ sagði Kári á Stöð 2 Sport.

Lárus Orri segir að vandamálin hafi einmitt verið öfug þegar hann var að spila með landsliðinu. Þá átti Ísland alvöru baráttuhunda í vörninni og var síðan með fáa leikmenn sem gátu spilað boltanum.

„Þetta er búið að vera vandamál í undankeppninni. Við höfum verið í vandræði með vörnina. Þetta eru öfug vandamál miðað við í gamla, gamla daga þegar maður var að spila þá var maður helst að leita að Rúnari Kristins eða Eiði Smára, því þetta voru einu kallarnir sem gátu haldið bolta fyrir okkur. Núna er þetta öfugt, það vantar þraukanna en erum með boltastrákana,“ sagði Lárus.
Athugasemdir
banner
banner