Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 27. mars 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fékk standandi lófaklapp á heimavelli erkifjendanna
Lamine Yamal.
Lamine Yamal.
Mynd: Getty Images
Lamine Yamal átti stórleik í gær þegar Spánn gerði jafntefli við Brasilíu í vináttulandsleik.

Yamal er aðeins 16 ára gamall en er þrátt fyrir það orðinn mikilvægur leikmaður fyrir spænska landsliðið.

Hann var frábær í leiknum í gær þar sem hann fiskaði vítaspyrnu og lagði upp mark fyrir Dani Olmo.

Yamal er leikmaður Barcelona en leikurinn í gær fór fram á Santiago Bernabeu, heimavelli erkifjenda Börsunga í Real Madrid. Þrátt fyrir það fékk Yamal standandi lófaklapp frá áhorfendum eftir leik.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.

Lamine Yamal gets a standing ovation from Santiago Bernabéu vs Brazil
byu/afcxlm insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner