Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. mars 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Goðsögn ekki á móti því að selja Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Steve Nicol, goðsögn hjá Liverpool, segir að félagið eigi að hugsa það um að selja bakvörðinn Trent Alexander-Arnold.

Núgildandi samningur Alexander-Arnold við Liverpool rennur út sumarið 2025 en það eru engar viðræður í gangi sem stendur.

Alexander-Arnold er 25 ára gamall og er uppalinn hjá Liverpool. Þar hefur hann spilað allan sinn feril til þessa og hefur hann spilað alls 302 leiki fyrir félagið.

Enski landsliðsmaðurinn getur bæði spilað sem hægri bakvörður og miðjumaður, en það hefur verið talað um það að undanförnu að spænska stórveldið Real Madrid hafi mikinn áhuga á honum. Nicol telur að það væri best fyrir Liverpool að selja hann.

„Alexander-Arnold er ekki góður varnarmaður," sagði Nicol, sem spilaði lengi með Liverpool, við ESPN.

„Ef Madríd myndi bjóða 60, 70 eða 80 milljónir punda... og þú ert með Connor Bradley sem er margfalt betri varnarmaður og frábær fram á við líka. Þetta veltur á næsta stjóra."
Athugasemdir
banner
banner