Valur
2
1
ÍBV
0-1
Felix Örn Friðriksson
'41
Adam Ægir Pálsson
'56
1-1
Guðmundur Andri Tryggvason
'77
2-1
10.04.2023 - 19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Allt upp á 10, hægur vindur, sólin lætur sjá sig og hiti um 7 gráður
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 827
Maður leiksins: Adam Ægir Pálsson
Origo völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Allt upp á 10, hægur vindur, sólin lætur sjá sig og hiti um 7 gráður
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 827
Maður leiksins: Adam Ægir Pálsson
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson (f)
4. Elfar Freyr Helgason
5. Birkir Heimisson
7. Aron Jóhannsson
('84)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
17. Lúkas Logi Heimisson
('46)
19. Orri Hrafn Kjartansson
('61)
22. Adam Ægir Pálsson
('75)
Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Hlynur Freyr Karlsson
('84)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
('75)
14. Guðmundur Andri Tryggvason
('46)
18. Þorsteinn Emil Jónsson
77. Bjarmi Kristinsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
('61)
Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn hefja Bestu deildina 2023 á endurkomusigri á ÍBV.
Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Fastur bolti fyrir mark Vals og ansi margar hvítar treyjur í kring. En Frederik með þetta allt á hreinu og handsamar boltann.
89. mín
Andri Rúnar aftur í hörkufæri. Í þetta sinn eftir fyrirgjöf frá hægri en setur boltann yfir slánna af stuttu færi.
77. mín
MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Aron Jó á heiðurinn að þessu. Féll niður í holuna við innkomu Andra.
Finnur Tryggva með gullsendingu innfyrir vörnina sem leggur boltann fyrir markið fyrir fætur Gandra sem getur ekki annað en skorað af hálfs meters færi.
Virkilega falleg sókn Vals.
Finnur Tryggva með gullsendingu innfyrir vörnina sem leggur boltann fyrir markið fyrir fætur Gandra sem getur ekki annað en skorað af hálfs meters færi.
Virkilega falleg sókn Vals.
75. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Út:Adam Ægir Pálsson (Valur)
Markaskorari Vals víkur.
74. mín
Andri Rúnar skóflar boltanum yfir.
Úrvalsfæri en Andra Rúnari bregst bogalistinn.
70. mín
Aron Jó í dauðfæri en skallar boltann yfir aleinn við markteig. Sigurður Egill með sendinguna. Svona færi verða að nýtast.
70. mín
Eyjamenn sest ískyggilega neðarlega á völlinn síðustu mínútur og eru sannarlega að bjóða hættunni heim.
64. mín
Guðmundur Andri í hörkufæri í teignum eftir fyrirgjöf frá Birki Má en skallar boltann yfir.
62. mín
Stórhætta við mark Vals þegar Haukur Páll misreiknar fyrirgjöf, Frederik kemur þó til bjargar og ekkert verður úr.
61. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Valur)
Út:Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
Andri Rúnar að mæta til leiks með Val. Gegn sínum gömlu félögum.
59. mín
Adam mundar fótinn á ný af svipuðum stað og áðan en í þetta sinn fer boltinn yfir markið.
Sóknarleikur Vals allt annar í síðari hálfleik en þeim fyrri.
Sóknarleikur Vals allt annar í síðari hálfleik en þeim fyrri.
56. mín
MARK!
Adam Ægir Pálsson (Valur)
Valsmenn hafa jafnað!
Adam fær nægan tíma til að athafna sig með boltann fyrir utan teig ÍBV, Leggur boltann þægilega fyrir sig og lætur vaða á markið og boltinn af stönginni og inn.
Hann fagnar innilega sem skiljanlegt er.
Hann fagnar innilega sem skiljanlegt er.
52. mín
Valsmenn að leggja meira í sóknina. Sigurður Egill með boltann fyrir frá vinstri, Adam Ægir mættur í hlaupi i teignum en nær ekki að setja boltann á markið.
50. mín
Valsmenn sækja, Aron Jó með skotið af varnarmanni og afturfyrir. Valsmenn með hornspyrnu.
47. mín
Guðjón Ernir fær fastann bolta af stuttu færi beint í það allra heilagasta og fann talsvert fyrir því. Steinliggur en þetta líður fljótt hjá og hann er mættur á fætur á ný.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Gestirnir hefja leik í síðari hálfleik, marki yfir og hafa verið betri aðilinn í leiknum til þessa.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér á Origo. Gestirnir leiða og það líklega bara nokkuð sanngjarnt. Virka ákveðnari og öruggari í sínum aðgerðum og ekki spillir stemmingin meðal þeirra fyrir.
45. mín
Aron Jó í óvæntu skotfæri í D-boganum. Hamrar boltann að marki en Eiður Aron hendir sér fyrir og Eyjamenn koma boltanum frá.
41. mín
MARK!
Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Stoðsending: Alex Freyr Hilmarsson
Stoðsending: Alex Freyr Hilmarsson
Felix hneigðu þig!
Litla markið hjá gestunum.
Felix keyrir inn á völlinn frá vinstri, tekur léttann þríhyrning við Alex Fret áður en hann leggur boltann á hægri fótinn og smyr hann óverjandi upp í hornið.
Gestirnir verið líflegri svo það má jafnvel færa rök fyrir því að þetta sé sanngjarnt.
Felix keyrir inn á völlinn frá vinstri, tekur léttann þríhyrning við Alex Fret áður en hann leggur boltann á hægri fótinn og smyr hann óverjandi upp í hornið.
Gestirnir verið líflegri svo það má jafnvel færa rök fyrir því að þetta sé sanngjarnt.
41. mín
Lagleg sókn Vals, Birkir Már leggur boltann fyrir Adam Ægi sem á skot frá hægra vítateigshorni sem svífur yfir markið.
36. mín
Eyjamenn fá færi en Frederik ver!
Tæta lið Vals í sig í örfáum sendingum og Halldór Jón kominn í prýðisfæri en Frederik líkt og stundum áður mættur og ver vel.
32. mín
Eyjamenn sækja, fyrirgjöf frá vinstri skölluð fyrir fætur Filips sem á hörkuskot en boltinn er líklega að svífa yfir Perluna í þessum töluðu orðum.
28. mín
Valsmenn eru í bölvuðu brasi þegar Eyjamenn kveikja á hápressunni. Trekk í trekk að tapa frá sér boltanum á vondum stöðum. En hafa komist upp með það hingað til þó.
26. mín
Valsmenn tapa boltanum til Alex Freys á eigin vallarhelmingi, hann finnur Sverri í prýðisstöðu í teig Vals sem nær skoti en Frederik gerir vel í að verja.
Valsmenn skalla svo hornspyrnu frá.
Valsmenn skalla svo hornspyrnu frá.
24. mín
Orri Hrafn með roslega tæklingu
Missir boltann aðeins of langt frá sér og klippir niður Eið Aron. Stálheppinn að sleppa með spjald því þetta leit hrikalega illa út.
18. mín
Eyjamenn sækja, Sverrir með boltann fyrir markið en af varnarmanni og afturfyrir. Hornspyrna
Tómas Bent nær kollinum í boltann en nær ekki að stýra honum að marki.
Tómas Bent nær kollinum í boltann en nær ekki að stýra honum að marki.
15. mín
Haukur Páll brýtur á Sverri við vítateig Vals og gestirnir eiga aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
Haukur langt í frá sáttur við þennan dóm en Pétri verður ekki haggað.
Haukur langt í frá sáttur við þennan dóm en Pétri verður ekki haggað.
12. mín
Valsmenn í skyndisókn, Aron finnur Adam í hlaupi úti til hægri en Adam aðeins of fljótur og er flaggaður rangstæður.
11. mín
Adam Ægir með lúmskan "early cross" fyrir markið ætlaðan Aroni, Jón vel vakandi mætir út og hirðir boltann.
8. mín
Elfar Freyr rennur á rassgatið og Eyjamenn tveir gegn Hauki Páli. Filip ber upp boltann en fer illa að ráði sínu þegar hann reynir að finna Sverri í teignum og á hörmulega sendingu sem drífur ekki hálfa leið. Valsmenn hreinsa.
6. mín
Eyjamenn nokkuð ákveðnir í sinni pressu hér í upphafi. Ekkert komið út úr því ennþá þó.
4. mín
Elfar Freyr með hraustlega tæklingu úti á hægri væng og gefur gestunum aukaspyrnu á fínum stað til fyrirgjafar.
1. mín
Virðist bara vera fínasta mæting í stúkuna. Svo sem hæg heimatökin með það því lið félaganna í Olís deildinni í handbolta mættust hér að Hlíðarenda fyrr í dag.
Fyrir leik
Vallarþulurinn að hefja upp raust sína og ganga frá helstu formsatriðum. Besta deildin 2023 er að fara á fullt.
@bestadeildin @Fotboltinet pic.twitter.com/5eQcgLyeBy
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) April 10, 2023
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt í hús.
Eitthvað um hnjask hjá báðum liðum en það vekur einna helst athygli að Hólmar Örn er ekki í miðverðinum hjá Val. Hann er að glíma við einhver meiðsli. Ekkert verra að eiga inni einn Hauk Pál til að hlaupa í skarðið.
Sömuleiðis er Guy Smit ekki í byrjunarliði ÍBV þó nafn hans sé á bekknum. Hann ku sömuleiðis vera að glíma við meiðsli.
Sömuleiðis er Guy Smit ekki í byrjunarliði ÍBV þó nafn hans sé á bekknum. Hann ku sömuleiðis vera að glíma við meiðsli.
Fyrir leik
Samgöngumál hafa áhrif á leikinn.
Ekki í fyrsta sinn og eflaust ekki það síðasta þarf að seinka leik ÍBV vegna veðurs og afleiðinga. Ófært var í Landeyjahöfn í morgun og var gripið til þess að seinka leik um 45 mínútur hér á Origo. Alls ekki slæmt miðað við það sem oft vill verða fyrir Vestamannaeyinga en það hefur ekki stoppað þá hingað til og gerir ekki í dag heldur.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar
Orri Steinn Óskarsson sem þessa daganna raðar inn mörkum fyrir Sønderjyske á láni frá FCK er spámaður þessarar fyrstu umferðar.
Valur 2 - 0 ÍBV (18:30)
Valur neitar bara að fá á sig mörk og ætli það haldi bara ekki áfram, ÍBV samt búnir að heilla mig á þessu undirbúningstímabili en Valur tekur þetta 2-0 nokkuð öruggt.
Valur 2 - 0 ÍBV (18:30)
Valur neitar bara að fá á sig mörk og ætli það haldi bara ekki áfram, ÍBV samt búnir að heilla mig á þessu undirbúningstímabili en Valur tekur þetta 2-0 nokkuð öruggt.
Fyrir leik
Tríóið
Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson sér um að menn fylgi settum reglum á Origo í dag með flautu og spjöld að vopni. Hann dæmdi alls 13 leiki í fyrri hluta Bestu deildarinnar í fyrra samkvæmt þeirri tölfræði sem nálgast má. 54 sinnum lyfti hann gulu spjaldi það árið, 7 sinnum því rauða og dæmdi auk þess 3 vítaspyrnur.
Pétri til aðstoðar í dag eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Ragnar Þór Bender. Arnar Þór Stefánsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Kristinn Jakobsson.
Pétri til aðstoðar í dag eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Ragnar Þór Bender. Arnar Þór Stefánsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Kristinn Jakobsson.
Fyrir leik
Valur
Liðinu var spáð 3. sæti í fyrra en þegar Evrópusætið varð orðið fjarlægt varð ákveðin uppgjöf, niðurstaðan annað vonbrigðatímabilið í röð eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitlinum 2020. Í vetur voru gerðar miklar breytingar á leikmannahópnum, erlendir leikmenn látnir fara og einungis Patrick Pedersen eftir. Nokkrir ungir og spennandi leikmenn voru fengnir inn og ljóst á undirbúningstímabilinu að krafa er á að orkustigið innan vallar verði meira en í fyrra.
Styrkleikar: Valur er skipað frábærum leikmönnum í hverri einustu stöðu. Þeir eru með besta markmann deildarinnar og svo eru Kristinn Freyr og Aron Jó að mínu mati tveir bestu leikmenn deildarinnar. Öflugur varnarleikur hefur verið þeirra aðalsmerki í vetur. Það er ekkert grín að finna leið framhjá vörn Vals.
Veikleikar: Það er erfitt að finna veikleika á þessu liði. Ef það þarf að nefna eitthvað þá er kannski heldur lítil breidd í miðvarðarstöðunum. Hólmar Örn og Elfar Freyr mynda sennilega miðvarðapar liðsins og þá er Orri Sigurður enn að jafna sig á krossbandasliti.
Komnir
Adam Ægir Pálsson frá Víkingi (var á láni hjá Keflavík)
Andri Rúnar Bjarnason frá ÍBV
Elfar Freyr Helgason frá Breiðabliki
Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna
Kristinn Freyr Sigurðsson frá FH
Lúkas Logi Heimisson frá Fjölni
Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta
Farnir
Andri Adolphsson í Stjörnuna
Arnór Smárason í ÍA
Arnór Ingi Kristinsson í Leikni á láni
Ágúst Eðvald Hlynsson í Breiðablik (var á láni frá Horsens)
Guy Smit í ÍBV á láni
Heiðar Ægisson í Stjörnuna
Jesper Juelsgaard til Fredericia
Lasse Petry hættur
Rasmus Christiansen í Aftureldingu
Sebastian Hedlund til Öster
Sverrir Páll Hjaltested í ÍBV (var á láni hjá Kódrengjum)
Styrkleikar: Valur er skipað frábærum leikmönnum í hverri einustu stöðu. Þeir eru með besta markmann deildarinnar og svo eru Kristinn Freyr og Aron Jó að mínu mati tveir bestu leikmenn deildarinnar. Öflugur varnarleikur hefur verið þeirra aðalsmerki í vetur. Það er ekkert grín að finna leið framhjá vörn Vals.
Veikleikar: Það er erfitt að finna veikleika á þessu liði. Ef það þarf að nefna eitthvað þá er kannski heldur lítil breidd í miðvarðarstöðunum. Hólmar Örn og Elfar Freyr mynda sennilega miðvarðapar liðsins og þá er Orri Sigurður enn að jafna sig á krossbandasliti.
Komnir
Adam Ægir Pálsson frá Víkingi (var á láni hjá Keflavík)
Andri Rúnar Bjarnason frá ÍBV
Elfar Freyr Helgason frá Breiðabliki
Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna
Kristinn Freyr Sigurðsson frá FH
Lúkas Logi Heimisson frá Fjölni
Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta
Farnir
Andri Adolphsson í Stjörnuna
Arnór Smárason í ÍA
Arnór Ingi Kristinsson í Leikni á láni
Ágúst Eðvald Hlynsson í Breiðablik (var á láni frá Horsens)
Guy Smit í ÍBV á láni
Heiðar Ægisson í Stjörnuna
Jesper Juelsgaard til Fredericia
Lasse Petry hættur
Rasmus Christiansen í Aftureldingu
Sebastian Hedlund til Öster
Sverrir Páll Hjaltested í ÍBV (var á láni hjá Kódrengjum)
Fyrir leik
ÍBV
ÍBV gekk í gegnum mikinn öldudal á síðustu leiktíð þar sem liðið átti í miklum erfiðleikum til að byrja með. Liðinu tókst ekki að vinna fótboltaleik í fyrstu tólf umferðum deildarinnar og sat á botni deildarinnar eftir fyrstu tólf leikina. En öll tölfræði leit vel út og var á þá leið að liðið ætti að vera með mun fleiri stig og þegar leið á mótið þá fór vélin að malla. Eyjamenn fundu réttu blönduna og voru í níunda sæti eftir 22. umferðir. Þeir voru svo aldrei nálægt falli eftir að deildin skiptist upp. Nú er stefnan sett hærra.
Styrkleikar: Miðað við það sem sést hefur af þeim á undirbúningstímabilinu er liðið í hörkustandi, með góðan markvörð, trausta vörn, fínustu miðju og aggresíva framlínu sem er ekkert grín að fá á sig í pressu. Liðið virðist betur samansett og samrýmdara en í fyrra.
Veikleikar: Þeir eru með ágætis framlínu sem á eftir að skila sínum mörkum en engan afgerandi markaskorara. Hópurinn virðist ekki vera stór en til að mynda þá fylltu þeir bekkinn aðeins einu sinni í Lengjubikarnum.
Komnir
Bjarki Björn Gunnarsson á láni frá Víkingi
Filip Valencic frá Finnlandi
Guy Smit á láni frá Val
Hermann Þór Ragnarsson frá Sindra
Ólafur Haukur Arilíusson frá KFS
Sverrir Páll Hjaltested frá Val (var á láni hjá Kórdrengjum)
Farnir
Andri Rúnar Bjarnason í Val
Atli Hrafn Andrason í HK
Kundai Benyu
Óskar Elías Zoega Óskarsson í KFS
Sito til Spánar
Telmo Castanheira til Malasíu
Styrkleikar: Miðað við það sem sést hefur af þeim á undirbúningstímabilinu er liðið í hörkustandi, með góðan markvörð, trausta vörn, fínustu miðju og aggresíva framlínu sem er ekkert grín að fá á sig í pressu. Liðið virðist betur samansett og samrýmdara en í fyrra.
Veikleikar: Þeir eru með ágætis framlínu sem á eftir að skila sínum mörkum en engan afgerandi markaskorara. Hópurinn virðist ekki vera stór en til að mynda þá fylltu þeir bekkinn aðeins einu sinni í Lengjubikarnum.
Komnir
Bjarki Björn Gunnarsson á láni frá Víkingi
Filip Valencic frá Finnlandi
Guy Smit á láni frá Val
Hermann Þór Ragnarsson frá Sindra
Ólafur Haukur Arilíusson frá KFS
Sverrir Páll Hjaltested frá Val (var á láni hjá Kórdrengjum)
Farnir
Andri Rúnar Bjarnason í Val
Atli Hrafn Andrason í HK
Kundai Benyu
Óskar Elías Zoega Óskarsson í KFS
Sito til Spánar
Telmo Castanheira til Malasíu
Fyrir leik
Gagnlegar upplýsingar fyrir daginn
mánudagur 10. apríl
Beinar textalýsingar
14:00 Fylkir - Keflavík 1 - 2
14:00 KA - KR 1 - 1
19:15 Valur - ÍBV
19:15 Stjarnan - Víkingur
19:15 Fram - FH
20:00 Breiðablik - HK
Spáin:
1. Breiðablik, 140 stig
2. Valur, 131 stig
3. Víkingur, 124 stig
4. KA, 106 stig
5. KR, 91 stig
6. Stjarnan, 84 stig
7. FH, 72 stig
8. ÍBV, 66 stig
9. Fram, 47 stig
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig
Beinar textalýsingar
14:00 Fylkir - Keflavík 1 - 2
14:00 KA - KR 1 - 1
19:15 Valur - ÍBV
19:15 Stjarnan - Víkingur
19:15 Fram - FH
20:00 Breiðablik - HK
Spáin:
1. Breiðablik, 140 stig
2. Valur, 131 stig
3. Víkingur, 124 stig
4. KA, 106 stig
5. KR, 91 stig
6. Stjarnan, 84 stig
7. FH, 72 stig
8. ÍBV, 66 stig
9. Fram, 47 stig
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson
('54)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
10. Sverrir Páll Hjaltested
10. Filip Valencic
('71)
16. Tómas Bent Magnússon
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
42. Elvis Bwomono
Varamenn:
12. Guy Smit (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
('71)
6. Jón Jökull Hjaltason
18. Bjarki Björn Gunnarsson
19. Breki Ómarsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
('54)
24. Ólafur Haukur Arilíusson
Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Nikolay Emilov Grekov
Gul spjöld:
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('45)
Jón Ingason ('89)
Rauð spjöld: