Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
sunnudagur 22. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
fim 30.mar 2023 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 9. sæti: Fram

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Framarar muni enda í 9. sæti í Bestu deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fram endar í fjórða neðsta sæti ef spáin rætist, efst var liðinu spáð áttunda sæti og neðst spáð tíunda sæti.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Fram, 47 stig
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig

Um liðið: Fram var spáð falli fyrir síðasta tímabil en blés heldur betur á þær hrakspár og endaði í 8. sæti. Stigasöfnunin byrjaði hægt en um mitt mót var orðið nokkuð ljóst að Fram væri ekki að fara falla. Nokkrar breytingar eru á liðinu milli tímabila, liðið varð Reykjavíkurmeistari í vetur og verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu vegnar á öðru tímabili sínu í Bestu deildinni. Verður þetta þægilegt eða verður frasinn 2nd season syndrome notaður í sumar?



Þjálfari - Jón Sveinsson: Nonni, eins og hann er jafnan kallaður, tók við Fram eftir tímabilið 2018. Árangur Fram undir stjórn Fram hefur verið góður, grunnur af stórkostlegu tímabili 2021 var lagður á fyrstu tímabilum Nonna með liðið og árangurinn í fyrra góður miðað við útlit skömmu fyrir mót. Nonni er einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram, varð þrisvars sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með félaginu á níunda áratug síðustu aldar. Honum til aðstoðar er Ragnar Sigurðsson.


Nonni Sveins

Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Ingólf Sigurðsson til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Þeir sjá þó ekki að skrifa um leikvöllinn hér að neðan. Ingólfur, einn af sérfræðingum Innkastsins, fer yfir það helsta hjá Fram.

Styrkleikar: Það hversu góðir þeir eru með boltann, þeir eru búnir að búa til ákveðinn kúltúr þar sem allir vilja fá boltann og þeir eru frábærir í því að leysa pressu og spila úti á velli. Það er líka mikill styrkur að hryggurinn í liðinu er uppalinn hjá félaginu og brennir fyrir það.

Veikleikar: Varnarleikurinn, þeir hafa verið með kantmenn sem eru ekkert sérstaklega hrifnir af því að verjast í bland við framsækna bakverði. Varnarleikurinn hefur verið dálítið letilegur en heyrst hefur að Ragnar Sigurðsson hafi komið vel inn og unnið í þessum atriðum. Framarar þurfa líka að geta verið þéttir til baka og geta varist.


Brynjar Gauti kom öflugur inní Framliðið í fyrra.

Spurningarnar: Stærsta spurningin er hvernig þeir koma til leiks eftir að hafa átt gott fyrsta tímabil í Bestu deildinni eftir frekar langa fjarveru. Ég held að ef stefnan er sett of hátt geti það komið í bakið á þeim, sérstaklega vegna þess að þeir hafa misst töluvert af mönnum - sérstaklega á miðsvæðinu. Það voru menn sem voru mjög mikilvægir fyrir þá.

Þrír lykilmenn: Gummi Magg fór á kostum í fyrra og það verður ekkert grín fyrir hann að endurtaka leikinn miðað við að vera í liði sem spáð er í neðri hlutanum. Tiago, hefur ekkert spilað í vor og ég veit ekki hvað veldur. Hann er samt klár lykilmaður og ótrúlega mikilvægur í sóknarleik liðsins. Brynjar Gauti Guðjónsson kom inn í liðið á miðju tímabili í fyrra og hjálpaði til við að styrkja varnarleikinn.


Gummi skoraði sautján mörk á síðasta tímabili

Leikmaður sem á að fylgjast með: Magnús Þórðarson, kantmaðurinn knái. Hann kom af miklum krafti inn í Framliðið í fyrra, fannst hann alltaf standa sig vel og ég væri til í að sjá hann fá meira hlutverk.


Ingó er spenntur að sjá hvað Magnús gerir í sumar

Völlurinn: Frábært mannvirki í Úlfarsárdalnum sem mikill sómi er af. Tuttugu stig sótt á heimavelli í fyrra og ellefu á útivelli, heimavöllurinn gaf því vel strax á fyrsta ári. Loksins er félagið Fram komið með alvöru heimavöll!


Framvöllurinn

Komnir:
Adam Örn Arnarson frá Breiðabliki (var á láni hjá Leikni)
Aron Jóhannsson frá Grindavík
Orri Sigurjónsson frá Þór

Farnir:
Alex Freyr Elísson í Breiðablik
Almarr Ormarsson hættur
Gunnar Gunnarsson
Indriði Áki Þorláksson í ÍA
Jesús Yendis til Venesúela
Orri Gunnarsson hættur

Dómur Ingólfs fyrir gluggann (1-10): Alls ekki hærri en 4.

Aron Jó kom frá Grindavík í vetur.

Líklegt byrjunarlið


Leikmannalisti:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson
34. Benjamín Jónsson
4. Orri Sigurjónsson
5. Delphin Tshiembe
7. Aron Jóhannsson
8. Albert Hafsteinsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Frederico Bello Saraiva
11. Magnús Ingi Þórðarson
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Breki Baldursson
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Adam Örn Arnarson
18. Anton Ari Bjarkason
20. Tryggvi Snær Geirsson
21. Brynjar Gauti Guðjónsson
22. Óskar Jónsson
23. Már Ægisson
25. Egill Otti Vilhjálmsson
26. Aron Kári Aðalsteinsson
27. Sigfús Árni Guðmundsson
28. Tiago Manuel Da Silva Fernandes
32. Aron Snær Ingason
35. Freyr Sigurðsson
36. Þengill Orrason
38. Anton Hrafn Hallgrímsson
77. Guðmundur Magnússon
79. Jannik Pohl

Fyrstu fimm leikir Fram:
10. apríl Fram - FH (Framvöllur)
16. apríl HK - Fram (Kórinn)
23. apríl Fram - Valur (Framvöllur)
28. apríl Breiðablik - Fram (Kópavogsvöllur)
3. maí Fram - ÍBV (Framvöllur)

Í besta falli og versta falli: Í besta falli er það 9. sætið en 12. sæti í versta falli.

Seinna í dag birtist Fram hlaðvarp hér á síðunni. Endilega fylgist með því.

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Arnar Daði Arnarsson, Arnar Laufdal, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Tómas Þór Þórðarson.
Athugasemdir
banner