Stjarnan
0
2
Víkingur R.
0-1
Nikolaj Hansen
'31
0-2
Oliver Ekroth
'70
10.04.2023 - 19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Létt gola, sjö gráður og ,,iðagrænt" gervigras.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1297
Maður leiksins: Davíð Örn Atlason
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Létt gola, sjö gráður og ,,iðagrænt" gervigras.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1297
Maður leiksins: Davíð Örn Atlason
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Björn Berg Bryde
2. Heiðar Ægisson
('68)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
('78)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
('78)
7. Eggert Aron Guðmundsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
('78)
10. Hilmar Árni Halldórsson
('89)
11. Adolf Daði Birgisson
32. Örvar Logi Örvarsson
Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Joey Gibbs
('78)
28. Baldur Logi Guðlaugsson
('78)
80. Róbert Frosti Þorkelsson
('89)
Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Sigurbergur Áki Jörundsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Gul spjöld:
Jóhann Árni Gunnarsson ('35)
Heiðar Ægisson ('66)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Helgi Guðjónsson með síðustu tilraun leiksins, skýtur framhjá.
Í kjölfarið flautar Helgi Mikael leikinn af. Víkingur byrjar á þremur stigum í fyrsta leik!
Í kjölfarið flautar Helgi Mikael leikinn af. Víkingur byrjar á þremur stigum í fyrsta leik!
93. mín
Björn Berg Bryde með mjög svo óvænta skottilraun af hægri kantinum. Ingvar vel á verði og ver skotið, boltinn yfir markið.
89. mín
Fyrsta deildarleik Hilmars Árna síðan sumarið 2021 lokið.
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Fyrsta deildarleik Hilmars Árna síðan sumarið 2021 lokið.
86. mín
Erlingur átti skot sem fór af varnarmanni og aftur fyrir Víkingur hélt smá pressu í kjölfar hornspyrnunnar en varla til að tala um.
85. mín
Inn:Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Gunnar kemur inn á í sínum fyrsta leik fyrir Víking. Víkingar í stúkunni fagna sínum manni vel.
80. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Davíð átt mjög góðan leik.
78. mín
Inn:Joey Gibbs (Stjarnan)
Út:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
Þreföld hjá heimamönnum.
78. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
Út:Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
Fyrsti leikur Baldurs fyrir Stjörnuna.
78. mín
Stjarnan gerir tilkall til vítaspyrnu. Ísak Andri fellur í baráttunni við Davíð, ekkert dæmt.
76. mín
Oliver Ekroth skallar frá og Pablo þrumar boltanum svo í burtu. Víkingar að verjast vel.
75. mín
Stemningin í stúkunni dó í nokkrar mínútur en kemur aftur núna þegar heimamenn fá hornspyrnu.
Stjarnan fær svo aðra hornspyrnu.
Stjarnan fær svo aðra hornspyrnu.
73. mín
Víkingar halda áfram að sækja. Logi fær boltann úti vinstra megin, þrumar boltanum fyrir en boltinn er nokrum sentímetrum of innarlega fyrir Danijel sem kemst ekki í boltann inn á teignum.
70. mín
MARK!
Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
Stoðsending: Pablo Punyed
Annað markið komið!
Pablo með sendinguna á nærstöngina þar sem Oliver kemst í boltann og stýrir boltanum á í átt að marki og í netið fór boltinn.
Víkingur kominn í mjög góða stöðu!
Víkingur kominn í mjög góða stöðu!
70. mín
Logi með skot/fyrigjöf í Helga sem fellur fyrir Matthías sem á skot sem fer í varnarmann, Danijel á svo tilraun sem Árni ver í horn.
68. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Þórarinn er svona 15 sekúndur að brjóta af sér eftir að hafa komið inn á.
68. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Danijel fer á vinstri kantinn og Helgi fer fram með Nikolaj.
66. mín
Gult spjald: Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Fer harkalega í Birni sem liggur eftir. Einhverjir Víkingar sem vilja fá rautt, ,,óvænt" að Pablo er þar fremstur í flokki.
64. mín
Stjarnan var að undirbúa skiptingu áðan en Ísak Andri heldur leik áfram, í bili allavega.
63. mín
Pablo með hornspyrnuna, Matti tekur hlaupið á nærstöngina en sneiðir boltann yfir markið.
62. mín
Davíð Örn Atlason lætur vaða fyrir utan teig, skotið beint á Árna en ofarlega og því slær markvörðurinn boltann yfir.
61. mín
Hilmar Árni með hornspyrnuna sem dettur niður utarlega í teignum á fjær, Jóhann Árni lætur vaða en skotið víðsfjarri marki gestanna.
60. mín
Ísak Andri í góðu færi
Guðmundur Kristjánsson gerir mjög vel og vinnur boltann af Davíð á miðjunni, hann lyftir boltanum upp kantinn á Ísak sem fer framhjá Pablo og á skot en Ingvar er vel á verði og ver í horn.
58. mín
Ísak Andri situr á vellinum og virðist vera með krampa. Danijel hjálpar honum áður en sjúkraþjálfarinn kemur á vettvang.
57. mín
Stjarnan í álitegri stöðu en Hilmar nær ekki að koma boltanum á samherja.
Víkingar sækja hratt en Árni er vel á verði, mætir úr teignum og hreinsar í innkast.
Víkingar sækja hratt en Árni er vel á verði, mætir úr teignum og hreinsar í innkast.
55. mín
Jóhann Árni með aukaspyrnu af hægri kantinum en boltinn frá honum er hár og Ingvar nær að koma út í teiginn og grípa.
53. mín
Birnir á sprettinum, fær boltann frá Nikolaj og reynir að finna framherjann aftur inn á teignum. Boltinn er aðeins of fastur fyrir Hansen sem nær ekki að koma boltanum á mark Stjörnunnar.
Varnarleikur heimamanna ekki sannfærandi í byrjun seinni.
Varnarleikur heimamanna ekki sannfærandi í byrjun seinni.
47. mín
Erlingur skýtur yfir
Flott sókn hjá Víkingi, boltinn berst af hægri kantinum og út á Loga vinstra megin. Hann á fyrirgjöf sem Erlingur tekur á móti og lætur svo vaða við vítapunktinn en skotið fer hátt yfir.
46. mín
Víkingar strax í hörkufæri
Víkingar unnu boltann við miðjuna, sending í gegn á Danijel sem á fyrirgjöf, Birnir kemur skoti á markið en Árni ver og Pablo þrumar svo framhjá.
45. mín
Hálfleikur
Víkingur leiðir með einu marki í hálfleik. Liðin átt svipaðan fjölda af álitlegum sóknum en Víkingar eru komnir með fleiri skottilraunir.
Stjarnan hefur fengið sjö hornspyrnur og Víkingar eina.
Stjarnan hefur fengið sjö hornspyrnur og Víkingar eina.
45. mín
HVERNIG?
Stjarnan í DAUÐAFÆRI en boltinn vildi ekki inn. Virkilega vel spilað af miðjunni, út á kant, klobbasending inn á teiginn, skot frá Hilmari Árna sem varið er út í teiginn, frákastið fellur fyrir Eggert sem á skot en þá er bjargað við línuna og Ingvar nær að stökkva á boltann.
41. mín
Dauðafæri!
Víkingar keyra upp völlinn og Erlingur fær sendingu í gegn frá Danijel, kominn í gegn á eigin vallarhelmingi og löng leið að markinu.
Árni Snær stendur í markinu og ver frá Erlingi sem tók skot eftir sprettinn langa. Þetta var alvöru dauðafæri!
Árni Snær stendur í markinu og ver frá Erlingi sem tók skot eftir sprettinn langa. Þetta var alvöru dauðafæri!
40. mín
Ekroth dæmdur brotlegur fyrir litlar sem engar sakir og Arnar Gunnlaugsson hoppar - er ósáttur á hliðarlínunni.
Jóhann Árni tekur spyrnuna en Víkingar hreinsa fram.
Jóhann Árni tekur spyrnuna en Víkingar hreinsa fram.
37. mín
Nikolaj og Sindri liggja eftir í kjölfar skallaeinvígis og þurfa aðhlynningu.
Eru báðir komnir inn á, ekkert alvarlegt.
Eru báðir komnir inn á, ekkert alvarlegt.
35. mín
Gult spjald: Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Braut á Pablo. Var kannski smá heppinn að sleppa með gult spjald áðan fyrir brot í hröðu upphlaupi. Núna fær hann gula.
34. mín
Frábær skipting frá Loga yfir á Erling sem á frábæra fyrirgjöf á Nikolaj sem skallar að marki Stjörnunnar. Árni nær að verja og heldur boltanum. Hann hins vegar er full kærulaus þegar hann kastar boltanum út og skapaðist smá hætta en ekkert grafalvarlegt þó.
Árni sparkar nú frá marki.
Árni sparkar nú frá marki.
31. mín
MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Davíð Örn Atlason
Stoðsending: Davíð Örn Atlason
FYRSTA MARKIÐ!
Davíð með fyrirgjöf af hægri kantinum sem fer yfir höfuðið á Matthíasi og beint fyrir Nikolaj sem gerir mjög vel að taka við boltanum og ná svo skoti á mark Stjörnunnar. Alls ekki öðvelt slútt, vel gert hjá Dananum!
28. mín
Áfram heldur Stjarnan að fá hornspyrnur. Sú sjötta núna hér í fyrri hálfleik.
Ekkert kom upp úr henni.
Ekkert kom upp úr henni.
26. mín
Í lokahornspyrnunni nær Ingvar að koma boltanum úr teignum af harðfylgi og svo skallaði Sindri framhjá eftir fyrigjöf frá hægri.
24. mín
Danijel brýtur á Ísaki Andra við vítateiginn og Stjarnan á aukaspyrnu.
Stjarnan fær í kjölfarið fjórar hornspyrnur í röð.
Stjarnan fær í kjölfarið fjórar hornspyrnur í röð.
21. mín
Hvernig fór þessi ekki inn?
Hætta eftir hornið hjá Víkingi. Boltinn hrökk út fyrir teig, Matti Villa klippir boltann sem fer í átt að marki Stjörnunnar, í varnarmann og þaðan í stöngina! Í stað þess að fara yfir línuna þá fékk Árni boltann beint til sín og handsamaði hann.
20. mín
Pablo með spyrnuna og boltinn á fjærstöngina, Adolf Daði skallar boltann en fyrir mark Stjörnunnar en heimamenn náðu að hreinsa í horn.
16. mín
Árni Snær!
Birnir Snær fær boltann inn á teignum og lætur vaða. Árni ver skotið sem fór tiltölulega beint á hann en neðarlega, Matthías nær frákastinu en Árni ver aftur. Glæsileg tvöföld varsla - vel gert!
12. mín
Oliver Ekroth var kominn upp að vítateig Stjörnunnar og reyndi að finna Birni inn á teignum en Heiðar var vel staðsettur og hreinsaði.
9. mín
Nikolaj skallar boltann upp í loft, Ingvar nær svo að komast örlítið í boltann og Davíð hreinsar út úr teignum.
9. mín
Jóhann Árni tekur aukaspyrnu á vinstri kantinum. Boltinn kemur inn á teiginn og Halldór Smári skallar hann aftur fyrir. Stjarnan fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
8. mín
Jóhann Árni vinnur boltann af Danijel og finnur Ísak Andra í sprettinum á vinstri kantinum. Davíð verst vel og kemur boltanum í innkast og stuttu síðar vinna Víkingar svo boltann.
6. mín
DDD með fyrstu tilraunina
Danijel Djuric með skottilraun fyrir utan teig sem fer framhjá marki Stjörnunnar.
6. mín
Stjörnumenn kyrja söngva um sína menn
Það er hörkufín stemning í stúkunni, heyrist vel í stuðningsmönnum heimamanna.
5. mín
Matthías tapar boltanum á eigin vallarhelmingi en Stjörnumenn ná ekki að gera sér mat úr þessum möguleika.
3. mín
Hilmar Árni verst sem fremsti maður og Eggert Aron aðeins fyrir aftan. Ísak Andri er vinstra megin og Adolf Daði hægra megin.
Fyrir leik
Mínútuþögn
Fyrir leik var mínútuþögn vegna til að heiðra minningu Sævars Jónssonar sem lést á dögunum. Hann var mikill Stjörnumaður. Stjarnan leikur þá með sorgarbönd í leiknum.
Fyrir leik
Þétt setin stúkan
Þar sem ég sit virðist vera ansi þétt setið í stúkunni og áhorfendur tilbúnir að láta í sér heyra.
Leikmenn gengu inná völlinn og þá var nýja Stjörnulagið spilað. Mjög öflugt lag að mínu mati!
Leikmenn gengu inná völlinn og þá var nýja Stjörnulagið spilað. Mjög öflugt lag að mínu mati!
Fyrir leik
Ágætis veður
Það er fínasta veður í Garðabænum, sólin skein á bakhlið stúkunnar á Samsungvellinum þegar ég kom áðan. Það eru 6-7°C og smá gola.
Fyrir leik í kvöld
Fyrir leik í kvöld
Fyrir leik
Skemmtilegasti leikur síðasta sumars
Í Víkinni síðasta vor fór fram að margra mati skemmtilegasti leikur sumarsins þegar Stjarnan vann 4-5 útisigur. Emil Atlason skoraði þá þrennu en hann er fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla. Seinni leikurinn í hefðbundinni deildarkeppni fór svo 2-2.
Vonandi fáum við nóg af mörkum í kvöld!
Emil eftir þrennuna
Vonandi fáum við nóg af mörkum í kvöld!
Emil eftir þrennuna
Fyrir leik
Stjarnan uppfærði skýrsluna eftir fyrstu birtingu
Tvær breytingar eru frá upprunalegu útgáfu á skýrslunni hjá Stjörnunni. Ísak Andri Sigurgeirsson byrjar og Heiðar Ægisson kemur einnig inn í liðið. Baldur Logi Guðlaugsson tekur sér sæti á bekknum eins og Joey Gibbs.
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkings
Hér má sjá líklega uppstillingu Víkings.
Fjórar breytingar eru á liðinu sem mætti breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ fyrir sex dögum síðan. Pablo Punyed, Matthías Vilhjálmsson, Nikolaj Hansen og Davíð Örn Atlason koma inn fyrir þá Gísla Gottkskálk, Viktor Örlyg, Karl Friðleif og Arnór Borg sem taka sér allir sæti á bekknum. Ingvar Jónsson er klár í slaginn eftir að hafa þurft að fara af velli gegn Blikum en Ari Sigurpálsson er fjarri góðu gamni.
Fjórar breytingar eru á liðinu sem mætti breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ fyrir sex dögum síðan. Pablo Punyed, Matthías Vilhjálmsson, Nikolaj Hansen og Davíð Örn Atlason koma inn fyrir þá Gísla Gottkskálk, Viktor Örlyg, Karl Friðleif og Arnór Borg sem taka sér allir sæti á bekknum. Ingvar Jónsson er klár í slaginn eftir að hafa þurft að fara af velli gegn Blikum en Ari Sigurpálsson er fjarri góðu gamni.
Fyrir leik
Byrjunarlið Stjörnunnar
Búið er að opinbera byrjunarliðin og hér má sjá líklega uppstillingu Stjörnunnar.
Athygli vekur að Ísak Andri Sigurgeirsson byrjar á bekknum og Daníel Laxdal er ekki í hópnum þar sem hann tekur út leikbann. Spurning hvort það verði Baldur Logi eða Eggert Aron í hægri bakverðinum.
Athygli vekur að Ísak Andri Sigurgeirsson byrjar á bekknum og Daníel Laxdal er ekki í hópnum þar sem hann tekur út leikbann. Spurning hvort það verði Baldur Logi eða Eggert Aron í hægri bakverðinum.
Tveir leikir byrja klukkan 19:15 í kvöld. Stjarnan fær Víking í heimsókn í Garðabæinn.
— Besta deildin (@bestadeildin) April 10, 2023
????Samsungvöllurinn
??19:15
?? @FylkirFC ???? @vikingurfc
?????Miðasala á https://t.co/gOIMRhybun pic.twitter.com/yBknS6x9XB
Þetta er hópurinn fyrir fyrsta leik í deildinni ??????
— Víkingur (@vikingurfc) April 10, 2023
Stjarnan - Víkingur byrjar klukkan 19:15 og hvetjum við alla Víkinga til að gera sér ferð á völlinn og styðja liðið.
?????https://t.co/L9CplhXoOA pic.twitter.com/MJF26Mfgqr
Fyrir leik
Fjögurra marka jafntefli ef spá Orra rætist
Stjarnan 2 - 2 Víkingur (19:15)
Tvö góð lið, ung og spennandi, leikur umferðarinnar að mínu mati. Kærastan segir að Samsungvöllurinn sé algjör gryfja og hann endar 2-2. Eggsy Aron verður í stuði og setur 2 og Dolli verður í rugluðum focus og leggur upp bæði Nikolaj Hansen er bara skepna og setur 2.
Sjáðu spá Orra fyrir 1. umferðina
Stjarnan 2 - 2 Víkingur (19:15)
Tvö góð lið, ung og spennandi, leikur umferðarinnar að mínu mati. Kærastan segir að Samsungvöllurinn sé algjör gryfja og hann endar 2-2. Eggsy Aron verður í stuði og setur 2 og Dolli verður í rugluðum focus og leggur upp bæði Nikolaj Hansen er bara skepna og setur 2.
Sjáðu spá Orra fyrir 1. umferðina
Fyrir leik
Helgi Mikael dæmir
Dómari: Helgi Mikael Jónasson, aðstoðardómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Fjórði dómari: Gunnar Oddur Hafliðason.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson, aðstoðardómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Fjórði dómari: Gunnar Oddur Hafliðason.
Fyrir leik
Ingólfur Sigurðsson rýnir í Stjörnuna
Styrkleikar: Á þeirra bestu dögum í fyrra var Stjörnuliðið stórskemmtilegt lið, spiluðu á hárri ákefð og röðuðu inn mörkunum. Þeir eru með stórskemmtilega leikmenn framarlega á vellinum sem eru góðir í að sprengja upp leiki. Þá hafa þeir bætt við nokkrum reynsluboltum og endurheimta sinn besta mann, Hilmar Árna, eftir ársmeiðsli.
Veikleikar: Stjarnan gat litið jafn illa út á sínum verstu dögum og þeir litu vel út þegar best lét. Liðið þarf að finna meira jafnvægi á sínum leik. Vondu köflunum þarf að fækka. Þurfa þeir ekki bara að læra að suffera?
Spurningarnar: Markmannsstaðan. Haraldur Björnsson er búinn að vera að glíma við meiðsli í vetur og Skagamaðurinn Árni Snær hefur staðið vaktina í rammanum. Árni Snær er með frábærar spyrnur og getur reynst liðinu vel sem slíkur, en oft hefur verið sett spurningarmerki við markvörsluna hans sjálfa. Ég held að hann geti komið skemmtilega á óvart, þannig séð, enda var hann í liði sem fékk á sig mun fleiri færi. Þá getur verið erfiðara að líta vel út.
Þrír lykilmenn: Daníel Laxdal - leiðtogi og burðarás liðsins.
Hilmar Árni - hefur litið vel út í vetur eftir að hafa jafnað sig á erfiðum meiðslum.
Ísak Andri - þeirra markahæsti leikmaður í vetur. Stórskemmtilegur kantmaður.
Daníel Laxdal er lykilmaður
Leikmaður sem á að fylgjast með: Lykilmaðurinn Ísak Andri er á sama tíma leikmaður sem á að fylgjast með. Bunki af hæfileikum og svakalega spennandi kantmaður. Klárlega betri fram á við en til baka, getur bætt sig varnarlega en ef hann byrjar mótið vel gæti kallið erlendis frá komið í sumarglugganum.
Veikleikar: Stjarnan gat litið jafn illa út á sínum verstu dögum og þeir litu vel út þegar best lét. Liðið þarf að finna meira jafnvægi á sínum leik. Vondu köflunum þarf að fækka. Þurfa þeir ekki bara að læra að suffera?
Spurningarnar: Markmannsstaðan. Haraldur Björnsson er búinn að vera að glíma við meiðsli í vetur og Skagamaðurinn Árni Snær hefur staðið vaktina í rammanum. Árni Snær er með frábærar spyrnur og getur reynst liðinu vel sem slíkur, en oft hefur verið sett spurningarmerki við markvörsluna hans sjálfa. Ég held að hann geti komið skemmtilega á óvart, þannig séð, enda var hann í liði sem fékk á sig mun fleiri færi. Þá getur verið erfiðara að líta vel út.
Þrír lykilmenn: Daníel Laxdal - leiðtogi og burðarás liðsins.
Hilmar Árni - hefur litið vel út í vetur eftir að hafa jafnað sig á erfiðum meiðslum.
Ísak Andri - þeirra markahæsti leikmaður í vetur. Stórskemmtilegur kantmaður.
Daníel Laxdal er lykilmaður
Leikmaður sem á að fylgjast með: Lykilmaðurinn Ísak Andri er á sama tíma leikmaður sem á að fylgjast með. Bunki af hæfileikum og svakalega spennandi kantmaður. Klárlega betri fram á við en til baka, getur bætt sig varnarlega en ef hann byrjar mótið vel gæti kallið erlendis frá komið í sumarglugganum.
Fyrir leik
Ingólfur Sigurðsson rýnir í Víking
Styrkleikar: Þjálfarateymið og umgjörðin í kringum liðið. Þjálfarinn er búinn að ná stórkostlegum árangri frá því hann tók við. Í liðinu er kjarni af leikmönnum sem hefur kynnst því að vinna titla og vita hvað þarf til.
Veikleikar: Það er mikill missir að missa fyrirliðann Júlíus Magnússon sem hafði verið fastamaður frá því hann kom heim frá Hollandi. Það hefur verið lítið hreyfing á leikmannamarkaðnum hjá Víkingi. Það verður púsluspil hvernig varnarleikurinn mun ganga. Víkingar missa Júlíus, Vatnhamar kominn inn eftir að Kyle sleit krossband, það eru breytingar baka til sem þurfa að ganga upp.
Spurningarnar: Nýi miðvörðurinn í vörninni og hvernig brotthvarf Júlíusar verður leyst. Nær Nikolaj Hansen, nýi fyrirliðinn, að eiga annað 2021 tímabil? Nær Arnór Borg að blómstra og verða eins og nýtt „signing" fyrir liðið? Getur Ingvar Jónsson aftur orðið hluti af umræðunni um besta markvörð deildarinnar?
Margir spenntir að sjá Arnór Borg í sumar
Þrír lykilmenn: Nikolaj Hansen hefur sýnt glefsur af 2021 forminu í vetur og Víkingur þarf á því að halda í sumar. Halldór Smári Sigurðsson þarf að haldast heill og vera leiðtogi baka til. Pablo Punyed kann listina við að vinna leiki og þarf að leiða menn í kringum sig áfram með sínu sigurhugarfari.
Leikmaður sem á að fylgjast með: Danijel Dejan Djuric. Hann kom inn þegar Kristall Máni var að fara í fyrra. Hann tók sín fyrstu skref í meistaraflokksbolta og leit vel út á köflum, fékk smjörþefinn. Vonandi Víkings vegna mun hann springa út því þá verður hann frábær.
Veikleikar: Það er mikill missir að missa fyrirliðann Júlíus Magnússon sem hafði verið fastamaður frá því hann kom heim frá Hollandi. Það hefur verið lítið hreyfing á leikmannamarkaðnum hjá Víkingi. Það verður púsluspil hvernig varnarleikurinn mun ganga. Víkingar missa Júlíus, Vatnhamar kominn inn eftir að Kyle sleit krossband, það eru breytingar baka til sem þurfa að ganga upp.
Spurningarnar: Nýi miðvörðurinn í vörninni og hvernig brotthvarf Júlíusar verður leyst. Nær Nikolaj Hansen, nýi fyrirliðinn, að eiga annað 2021 tímabil? Nær Arnór Borg að blómstra og verða eins og nýtt „signing" fyrir liðið? Getur Ingvar Jónsson aftur orðið hluti af umræðunni um besta markvörð deildarinnar?
Margir spenntir að sjá Arnór Borg í sumar
Þrír lykilmenn: Nikolaj Hansen hefur sýnt glefsur af 2021 forminu í vetur og Víkingur þarf á því að halda í sumar. Halldór Smári Sigurðsson þarf að haldast heill og vera leiðtogi baka til. Pablo Punyed kann listina við að vinna leiki og þarf að leiða menn í kringum sig áfram með sínu sigurhugarfari.
Leikmaður sem á að fylgjast með: Danijel Dejan Djuric. Hann kom inn þegar Kristall Máni var að fara í fyrra. Hann tók sín fyrstu skref í meistaraflokksbolta og leit vel út á köflum, fékk smjörþefinn. Vonandi Víkings vegna mun hann springa út því þá verður hann frábær.
Fyrir leik
Komnir/Farnir hjá Stjörnunni
Árni Snær Ólafsson.
Komnir
Andri Adolphsson frá Val
Árni Snær Ólafsson frá ÍA
Baldur Logi Guðlaugsson frá FH
Guðmundur Kristjánsson frá FH
Heiðar Ægisson frá Val
Joey Gibbs frá Keflavík
Sigurbergur Áki Jörundsson frá Gróttu (var á láni)
Þorbergur Þór Steinarsson frá HK
Farnir
Daníel Finns Matthíasson til Leiknis á láni
Einar Karl Ingvarsson í Grindavík
Elís Rafn Björnsson í Fylki
Ólafur Karl Finsen í Fylki
Óskar Örn Hauksson í Grindavík
Árni Snær Ólafsson.
Komnir
Andri Adolphsson frá Val
Árni Snær Ólafsson frá ÍA
Baldur Logi Guðlaugsson frá FH
Guðmundur Kristjánsson frá FH
Heiðar Ægisson frá Val
Joey Gibbs frá Keflavík
Sigurbergur Áki Jörundsson frá Gróttu (var á láni)
Þorbergur Þór Steinarsson frá HK
Farnir
Daníel Finns Matthíasson til Leiknis á láni
Einar Karl Ingvarsson í Grindavík
Elís Rafn Björnsson í Fylki
Ólafur Karl Finsen í Fylki
Óskar Örn Hauksson í Grindavík
Fyrir leik
Komnir/Farnir hjá Víkingi
Matthías Vilhjálmsson.
Komnir
Gunnar Vatnhamar frá Víking í Götu
Matthías Vilhjálmsson frá FH
Sveinn Gísli Þorkelsson frá ÍR
Farnir
Adam Ægir Pálsson í Val (var á láni hjá Keflavík)
Júlíus Magnússon til Fredrikstad
Kristall Máni Ingason til Rosenborg
Matthías Vilhjálmsson.
Komnir
Gunnar Vatnhamar frá Víking í Götu
Matthías Vilhjálmsson frá FH
Sveinn Gísli Þorkelsson frá ÍR
Farnir
Adam Ægir Pálsson í Val (var á láni hjá Keflavík)
Júlíus Magnússon til Fredrikstad
Kristall Máni Ingason til Rosenborg
Fyrir leik
Veislan heldur áfram
Besta deildin rúllar af stað í dag og er tveimur leikjum þegar lokið í 1. umferðinni.
Ég verð í Garðabænum í kvöld og fylgist með Stjörnunni, sem spáð er 6. sætinu í sumar, taka á móti Víkingi sem spáð er 3. sætinu.
Beinar textalýsingar
14:00 Fylkir - Keflavík
14:00 KA - KR
18:30 Valur - ÍBV
19:15 Stjarnan - Víkingur
19:15 Fram - FH
20:00 Breiðablik - HK
Spáin:
1. Breiðablik, 140 stig
2. Valur, 131 stig
3. Víkingur, 124 stig
4. KA, 106 stig
5. KR, 91 stig
6. Stjarnan, 84 stig
7. FH, 72 stig
8. ÍBV, 66 stig
9. Fram, 47 stig
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig
Ég verð í Garðabænum í kvöld og fylgist með Stjörnunni, sem spáð er 6. sætinu í sumar, taka á móti Víkingi sem spáð er 3. sætinu.
Beinar textalýsingar
14:00 Fylkir - Keflavík
14:00 KA - KR
18:30 Valur - ÍBV
19:15 Stjarnan - Víkingur
19:15 Fram - FH
20:00 Breiðablik - HK
Spáin:
1. Breiðablik, 140 stig
2. Valur, 131 stig
3. Víkingur, 124 stig
4. KA, 106 stig
5. KR, 91 stig
6. Stjarnan, 84 stig
7. FH, 72 stig
8. ÍBV, 66 stig
9. Fram, 47 stig
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Birnir Snær Ingason
('68)
19. Danijel Dejan Djuric
('85)
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
('80)
27. Matthías Vilhjálmsson
Varamenn:
6. Gunnar Vatnhamar
('85)
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
('68)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
15. Arnór Borg Guðjohnsen
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
('80)
Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Markús Árni Vernharðsson
Pétur Örn Gunnarsson
Gul spjöld:
Nikolaj Hansen ('92)
Rauð spjöld: