Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
laugardagur 23. nóvember
Championship
Blackburn - Portsmouth - 15:00
Bristol City - Burnley - 12:30
Coventry - Sheffield Utd - 12:30
Luton - Hull City - 15:00
Millwall - Sunderland - 15:00
Oxford United - Middlesbrough - 15:00
Preston NE - Derby County - 15:00
QPR - Stoke City - 15:00
Sheff Wed - Cardiff City - 12:30
West Brom - Norwich - 15:00
Úrvalsdeildin
Bournemouth - Brighton - 15:00
Arsenal - Nott. Forest - 15:00
Aston Villa - Crystal Palace - 15:00
Everton - Brentford - 15:00
Fulham - Wolves - 15:00
Leicester - Chelsea - 12:30
Man City - Tottenham - 17:30
Division 1 - Women
Le Havre W - Lyon - 16:00
PSG (kvenna) - Dijon W - 20:00
Guingamp W - Reims W - 16:00
Saint-Etienne W - Montpellier W - 14:30
Ekkert mark hefur verið skorað
Bundesligan
Leverkusen - Heidenheim - 14:30
Stuttgart - Bochum - 14:30
Dortmund - Freiburg - 14:30
Eintracht Frankfurt - Werder - 17:30
Hoffenheim - RB Leipzig - 14:30
Wolfsburg - Union Berlin - 14:30
WORLD: International Friendlies
Tunisia U-20 - Algeria U-20 - 15:00
Algeria U-17 - Morocco U-17 - 17:00
Morocco U-20 - Libya U-20 - 18:00
Egypt U-17 - Libya U-17 - 17:00
Serie A
Verona - Inter - 14:00
Milan - Juventus - 17:00
Parma - Atalanta - 19:45
Serie A - Women
Lazio W - Sampdoria W - 11:30
Inter W - Napoli W - 13:45
Eliteserien
Fredrikstad - Ham-Kam - 16:00
Molde - SK Brann - 16:00
Odd - Bodo-Glimt - 16:00
Rosenborg - Sarpsborg - 16:00
KFUM Oslo - Kristiansund - 16:00
Lillestrom - Sandefjord - 16:00
Tromso - Stromsgodset - 16:00
Viking FK - Haugesund - 16:00
Úrvalsdeildin
Spartak - Lokomotiv - 15:00
CSKA - Rostov - 11:15
Orenburg - Zenit - 09:00
Khimki - FK Krasnodar - 13:30
La Liga
Las Palmas - Mallorca - 17:30
Celta - Barcelona - 20:00
Valencia - Betis - 13:00
Atletico Madrid - Alaves - 15:15
Girona - Espanyol - 17:30
fös 07.apr 2023 13:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 2. sæti: Valur

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Valsarar muni enda í öðru sæti í Bestu deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Tveir af spámönnunum spá liðinu meistaratitlinum en neðst var liðinu spáð fjórða sætinu.

Spáin:
1. ?
2. Valur, 131 stig
3. Víkingur, 124 stig
4. KA, 106 stig
5. KR, 91 stig
6. Stjarnan, 84 stig
7. FH, 72 stig
8. ÍBV, 66 stig
9. Fram, 47 stig
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig

Um liðið: Liðinu var spáð 3. sæti í fyrra en þegar Evrópusætið varð orðið fjarlægt varð ákveðin uppgjöf, niðurstaðan annað vonbrigðatímabilið í röð eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitlinum 2020. Í vetur voru gerðar miklar breytingar á leikmannahópnum, erlendir leikmenn látnir fara og einungis Patrick Pedersen eftir. Nokkrir ungir og spennandi leikmenn voru fengnir inn og ljóst á undirbúningstímabilinu að krafa er á að orkustigið innan vallar verði meira en í fyrra.



Þjálfarinn - Arnar Grétarsson: Besti þjálfari á Íslandi í því að laga til í varnarleik þeirra liða sem hann tekur við. Valsliðið fékk á sig eitt mark í Lengjubikarnum og kom það mark úr vítaspyrnu. Arnar gerði frábæra hluti með KA síðustu ár, liðið spilaði mjög agaðan leik og var með gæðaleikmenn fram á við til að klára leiki. Sama verður upp á teningnum hjá Val, liðið jafnvel með enn betri einstaklinga innanborðs og því er liðinu spáð 2. sæti. Siggi Höskulds er aðstoðarmaður Arnars.


Arnar Grétarsson.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Ingólf Sigurðsson til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Þeir sjá þó ekki að skrifa um leikvöllinn hér að neðan. Ingó, einn af sérfræðingum Innkastsins, fer yfir það helsta hjá Val.

Styrkleikar: Valur er skipað frábærum leikmönnum í hverri einustu stöðu. Þeir eru með besta markmann deildarinnar og svo eru Kristinn Freyr og Aron Jó að mínu mati tveir bestu leikmenn deildarinnar. Öflugur varnarleikur hefur verið þeirra aðalsmerki í vetur. Það er ekkert grín að finna leið framhjá vörn Vals.

Veikleikar: Það er erfitt að finna veikleika á þessu liði. Ef það þarf að nefna eitthvað þá er kannski heldur lítil breidd í miðvarðarstöðunum. Hólmar Örn og Elfar Freyr mynda sennilega miðvarðapar liðsins og þá er Orri Sigurður enn að jafna sig á krossbandasliti.


Frederik mögulega besti markvörður deildarinnar.

Spurningarnar: Valur hefur farið aðeins öðruvísi leið á leikmannamarkaðnum en undanfarin ár. Þeir hafa fengið til liðs við sig nokkra unga og efnilega leikmenn. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir standa sig.

Þrír lykilmenn: Haukur Páll Sigurðsson er auðvitað algjör lykilmaður fyrir Val. Hann er líka miklu, miklu betri með bolta en hann hefur fengið kredit fyrir. Hólmar Örn Eyjólfsson er þeirra helsti maður í varnarleiknum og Aron Jóhannsson er svo stórkostlegur leikmaður sem er unun að horfa á spila.


Miklar kröfur eru gerðar til Arons Jóhannssonar.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Lúkas Logi Heimisson er mjög spennandi leikmaður sem er óhræddur að taka menn á. Það er alltaf gaman að horfa á þannig spilara. Ég trúi ekki öðru en að hann mun setja mark sitt á deildina í sumar.


Lúkas Logi er spennandi leikmaður

Völlurinn: Origo völlurinn á Hlíðerenda þar sem stúkan er utan á Origo höllinni og Fjósið heillar fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Frábær fjölmiðlaaðstaða og upplifunin eins og klárlega eins og um stórt félag sé að ræða. Rennislétt gervigras þar sem Valur náði í 25 af 35 stigum sínum í fyrra.


Origo völlurinn

Komnir
Adam Ægir Pálsson frá Víkingi (var á láni hjá Keflavík)
Andri Rúnar Bjarnason frá ÍBV
Elfar Freyr Helgason frá Breiðabliki
Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna
Kristinn Freyr Sigurðsson frá FH
Lúkas Logi Heimisson frá Fjölni
Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta

Farnir
Andri Adolphsson í Stjörnuna
Arnór Smárason í ÍA
Arnór Ingi Kristinsson í Leikni á láni
Ágúst Eðvald Hlynsson í Breiðablik (var á láni frá Horsens)
Guy Smit í ÍBV á láni
Heiðar Ægisson í Stjörnuna
Jesper Juelsgaard til Fredericia
Lasse Petry hættur
Rasmus Christiansen í Aftureldingu
Sebastian Hedlund til Öster
Sverrir Páll Hjaltested í ÍBV (var á láni hjá Kódrengjum)

Dómur Ingólfs fyrir gluggann (1-10): 8

Hlynur Freyr er fyrirliði U19 landsliðsins. Hann kom frá Bologna í vetur.

Líklegt byrjunarlið


Leikmannalisti:
1. Frederik A. Schram (m)
25. Sveinn S. Jóhannsson (m)
32. Kristján Sigurkarlsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hlynur Freyr Karlsson
4. Elfar Freyr Helgason
5. Birkir Heimisson
7. Haukur Páll Sigurðsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
17. Lúkas Logi Heimisson
18. Þorsteinn Emil Jónsson
19. Orri Hrafn Kjartansson
20. Orri Sigurður Ómarsson
29. Óliver Steinar Guðmundsson
22. Aron Jóhannsson
23. Adam Ægir Pálsson
24. Alexander Aron Tómasson
26. Andri Steinn Ingvarsson
27. Thomas Ari Arnarsson
29. Eyþór Örn Eyþórsson
33. Hilmar Starri Hilmarsson
34. Djordje Biberdzic
77. Bjarmi Kristinsson
99. Andri Rúnar Bjarnason

Fyrstu fimm leikir Vals:
10. apríl Valur - ÍBV (Origo völlurinn)
16. apríl Valur - Breiðablik (Origo völlurinn)
23. apríl Fram - Valur (Framvöllur)
29. apríl Valur - Stjarnan (Origo völlurinn)
3. maí Fylkir - Valur (Würth völlurinn)

Í besta falli og versta falli: Ég sé Val ekki enda neðar en 3. sæti. Í besta falli verður Valur Íslandsmeistari.

Seinna í dag birtist Vals hlaðvarp hér á síðunni. Endilega fylgist með því.

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Arnar Daði Arnarsson, Arnar Laufdal, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Tómas Þór Þórðarson.
Athugasemdir
banner