Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
miðvikudagur 8. maí
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 6. maí
Besta-deild karla
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 16. nóvember
mánudagur 6. maí
Úrvalsdeildin
Crystal Palace - Man Utd - 19:00
Bundesliga - Women
Nurnberg W 0 - 1 RB Leipzig W
Serie A
Salernitana 1 - 2 Atalanta
Udinese - Napoli - 18:45
Úrvalsdeildin
CSKA 0 - 0 Rubin
Lokomotiv 1 - 0 Rostov
Fakel 1 - 1 Zenit
Ural 2 - 1 Baltica
mán 03.apr 2023 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 6. sæti: Stjarnan

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Stjarnan muni enda í sjötta sæti í Bestu deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Stjarnan endar neðst í efri hlutanum ef spáin rætist, en efst var liðinu spáð fjórða sæti og neðst var liðinu spáð áttunda sæti.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Stjarnan, 84 stig
7. FH, 72 stig
8. ÍBV, 66 stig
9. Fram, 47 stig
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig

Um liðið: Endaði í fimmta sæti í fyrra sem er fínasti árangur. Langt var þó í Evrópusæti og kafli seinni hluta móts þar sem ekkert gekk og langur tími leið mili sigra. Stjörnuliðið er ungt, sprækt og spennandi en vantar stöðugleika. Ungir leikmenn fá tækifæri hjá Stjörnunni og eru fjórir úr liðinu í U19 landsliðinu sem er á leið á lokamót.



Þjálfarinn - Ágúst Gylfason: Tók við liðinu haustið 2021 eftir að hafa stýrt liði Gróttu árin á undan. Hann er reynslumikill og þekktur sem stemningsþjálfari sem hefur frekar verið þekktur fyrir sóknarsinnað viðhorf heldur en ekki. Honum til aðstoðar er Jökull I. Elísabetarson. Stjörnuliðið undir þeirra stjórn hefur pressað hátt og spilað hraðan sóknarbolta. Gústi er líka spámaður góður, spáði réttilega um að Víkingur - Stjarnan á síðasta tímabili yrði stórskemmtilegur leikur.


Gústi Gylfa.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Ingólf Sigurðsson til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Þeir sjá þó ekki að skrifa um leikvöllinn hér að neðan. Ingó, einn af sérfræðingum Innkastsins, fer yfir það helsta hjá Stjarnan.

Styrkleikar: Á þeirra bestu dögum í fyrra var Stjörnuliðið stórskemmtilegt lið, spiluðu á hárri ákefð og röðuðu inn mörkunum. Þeir eru með stórskemmtilega leikmenn framarlega á vellinum sem eru góðir í að sprengja upp leiki. Þá hafa þeir bætt við nokkrum reynsluboltum og endurheimta sinn besta mann, Hilmar Árna, eftir ársmeiðsli.

Veikleikar: Stjarnan gat litið jafn illa út á sínum verstu dögum og þeir litu vel út þegar best lét. Liðið þarf að finna meira jafnvægi á sínum leik. Vondu köflunum þarf að fækka. Þurfa þeir ekki bara að læra að suffera?


Árni Snær mun byrja í markinu

Spurningarnar: Markmannsstaðan. Haraldur Björnsson er búinn að vera að glíma við meiðsli í vetur og Skagamaðurinn Árni Snær hefur staðið vaktina í rammanum. Árni Snær er með frábærar spyrnur og getur reynst liðinu vel sem slíkur, en oft hefur verið sett spurningarmerki við markvörsluna hans sjálfa. Ég held að hann geti komið skemmtilega á óvart, þannig séð, enda var hann í liði sem fékk á sig mun fleiri færi. Þá getur verið erfiðara að líta vel út.

Þrír lykilmenn: Daníel Laxdal - leiðtogi og burðarás liðsins.
Hilmar Árni - hefur litið vel út í vetur eftir að hafa jafnað sig á erfiðum meiðslum.
Ísak Andri - þeirra markahæsti leikmaður í vetur. Stórskemmtilegur kantmaður.


Daníel Laxdal er lykilmaður

Leikmaður sem á að fylgjast með: Lykilmaðurinn Ísak Andri er á sama tíma leikmaður sem á að fylgjast með. Bunki af hæfileikum og svakalega spennandi kantmaður. Klárlega betri fram á við en til baka, getur bætt sig varnarlega en ef hann byrjar mótið vel gæti kallið erlendis frá komið í sumarglugganum.


Ísak Andri er gífurlega spennandi.

Völlurinn: Einn af níu gervigrasvöllum í deildinni, ljótur litur á grasinu og kalt í stúkunni svo vaðið sé beint í gagnrýnina. Dúllubar vegur upp á móti ásamt öflugum veitingum. Það er upplifun að koma í Garðabæinn, þú veist að þú ert á leik hjá liði í efstu deild. Eins og sagt var fyrir mót í fyrra munu Stjörnumenn væntanlega flykkjast á bakvið liðið þar sem fullt af uppöldnum leikmönnum eru í hópnum.

Samsungvöllurinn.

Komnir
Andri Adolphsson frá Val
Árni Snær Ólafsson frá ÍA
Baldur Logi Guðlaugsson frá FH
Guðmundur Kristjánsson frá FH
Heiðar Ægisson frá Val
Joey Gibbs frá Keflavík
Þorbergur Þór Steinarsson frá HK

Farnir
Daníel Finns Matthíasson til Leiknis á láni
Einar Karl Ingvarsson í Grindavík
Elís Rafn Björnsson í Fylki
Ólafur Karl Finsen í Fylki
Óskar Örn Hauksson í Grindavík

Dómur Ingólfs fyrir gluggann (1-10): 7


Hilmar Árni kominn úr iPadnum og inn á völlinn.

Líklegt byrjunarlið


Leikmannalisti:
1. Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
3. Tristan Freyr Ingólfsson
5. Guðmundur Kristjánsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
12. Árni Snær Ólafsson
14. Þorbergur Þór Steinarsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
17. Andri Adolphsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
19. Eggert Aron Guðmundsson
20. Sigurbergur Áki Jörundsson
22. Emil Atlason
23. Josep Arthur Gibbs
24. Björn Berg Brydde
27. Dagur Orri Garðarsson
28. Baldur Logi Guðlaugsson
29. Adolf Daði Birgisson
30. Kjartan Már Kjartansson
31. Henrik Máni B. Hilmarsson
32. Örvar Logi Örvarsson
33. Viktor Reynir Oddgeirsson
35. Helgi Fróði Ingason
36. Haukur Örn Brink
37. Allan Purisevic
44. Magnús Pedersen Kjartansson
77. Róbert Kolbeins Þórarinsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Fyrstu fimm leikir Stjörnunnar:
10. apríl Stjarnan - Víkingur (Samsungvöllurinn)
15. apríl FH - Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
24. apríl Stjarnan - HK (Samsungvöllurinn)
29. apríl Valur - Stjarnan (Origo völlurinn)
4. maí Stjarnan - Breiðablik (Samsungvöllurinn)

Í besta falli og versta falli: Ég held að Stjarnan verði um miðja deild. Besta lagi í 5. sæti, versta falli í 7. sæti

Seinna í dag birtist Stjörnu hlaðvarp hér á síðunni. Endilega fylgist með því.

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Arnar Daði Arnarsson, Arnar Laufdal, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Tómas Þór Þórðarson.
Athugasemdir
banner
banner
banner