Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
banner
laugardagur 20. september
Besta-deild kvenna
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 16. september
FA Cup
Banbury United - Chasetown - 18:45
Chichester - Whitstable Town - 18:45
Dagenham - Bedford Town - 18:45
Evesham United - Racing Club Warwick - 18:45
Halesowen Town - Grimsby Borough - 18:45
Horsham - Westfields - 18:45
Slough Town - Welling Town - 18:45
Southport - Radcliffe Boro - 18:45
Tonbridge Angels - Steyning Town - 18:45
Weston-super-Mare - Taunton Town - 18:45
Witham Town - Mulbarton Wanderers - 18:45
Worthing - Jersey Bulls - 18:45
Deildabikarinn
Sheff Wed - Grimsby - 18:45
Brentford - Aston Villa - 19:00
Crystal Palace - Millwall - 19:00
Meistaradeildin
PSV 0 - 2 St. Gilloise
Athletic 0 - 0 Arsenal
Juventus - Dortmund - 19:00
Tottenham - Villarreal - 19:00
Real Madrid - Marseille - 19:00
Benfica - Qarabag - 19:00
þri 04.apr 2023 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 5. sæti: KR

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að KR muni enda í fimmta sæti í Bestu deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Stjarnan mun enda í fimmta sæti ef spáin rætist, en efst var liðinu spáð fjórða sæti og neðst var liðinu spáð sjöunda sæti.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. KR, 91 stig
6. Stjarnan, 84 stig
7. FH, 72 stig
8. ÍBV, 66 stig
9. Fram, 47 stig
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig

Um liðið: KR endaði að lokum í fjórða sæti á síðustu leiktíð en það er ólíklegt að menn séu sáttir með þann árangur í Vesturbænum enda er krafan alltaf á að vinna titla í Vesturbænum. KR vann síðast Íslandsmeistaratitil 2019 en liðið hefur breyst mikið á undanförnum 2-3 árum. Reynslumiklir leikmenn hafa horfið á braut og núna er kominn tími á að aðrir taki við keflinu. Norskur aðstoðarþjálfari og tveir norskir leikmenn eru mættir í Vesturbænum og verður áhugavert að sjá hvernig þessi norska tilraun mun ganga upp.



Þjálfarinn - Rúnar Kristinsson: Goðsögn í lifanda lífi í Vesturbænum, bæði sem leikmaður og þjálfari en aðallega sem þjálfari. Er búinn að vinna þrjá Íslandsmeistaratitila og þrjá bikarmeistaratitla sem þjálfari liðsins. Hefur verið orðaður við íslenska landsliðið upp á síðkastið. Ungur Norðmaður að nafni Ole Martin Nesselquist verður aðstoðarþjálfari Rúnars en hann hefur verið að koma sterkt inn og fær mikla ábyrgð.


Rúnar og Ole Martin.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Ingólf Sigurðsson til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Þeir sjá þó ekki að skrifa um leikvöllinn hér að neðan. Einar, fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings, fer yfir það helsta hjá KR.

Styrkleikar: Helstu styrkleikar KR eru í þjálfaranum Rúnari Kristinssyni sem er einn af okkar virtustu og dáðustu sonum. Hann sýnir sínum leikmönnum yfirleitt traust sem þeir gera allt til að endurgjalda. Hann hefur unnið titla með KR og hefur litla þolinmæði fyrir öðru en titilbaráttu.

Veikleikar: Vörn og markvarsla. Þeir hafa misst helstu leiðtogana úr varnarleiknum og Beiti úr markinu. Það mun vafalaust taka tíma fyrir nýtt hafsentapar og norska markvörðinn Kjellevold að mynda góð tengsl og traust sín á milli.



Spurningarnar: Stærsta spurningamerki KR er nýi norski markmaðurinn þeirra, Simen Kjellevold, sem kemur frá Grorud í Noregi sem féll úr B-deild á síðasta tímabili þar sem þeir fengu 69 mörk á sig. Er hann nógu góður til að spila fyrir KR?

Þrír lykilmenn: Atli Sigurjónsson er framliggjandi miðjumaður/kantmaður sem var besti leikmaður KR í fyrra. Hann mun bera sóknarleik KR á bakinu í sumar. Kristján Flóki Finnbogason, framherjinn sem missti af meirihluta síðasta sumars vegna meiðsla. Hann er mættur í standi og er tilbúinn til að raða inn mörkum. Theodór Elmar Bjarnason er hæfileikaríkasti leikmaður KR sem getur leyst mörg hlutverk á vellinum. Það fer að síga á seinni hlutann á hans ferli og ég er ekki í vafa um að hann vilji enda ferilinn með stæl.


Theódór Elmar Bjarnason.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Jóhannes Kristinn Bjarnason er gríðarlega spennandi 18 ára miðjumaður af rosalegri fótboltaætt sem kom fá Norrköping í vetur. Leikmaður sem maður hefur vitað af í mörg ár og átti góða spretti í Svíþjóð en er kominn aftur í KR þar sem mun án efa gera góða hluti í sumar.


Jóhannes Kristinn Bjarnason.

Völlurinn: Meistaravellir eða Frostaskjólið er sögufrægur leikvöllur í íslenskum fótbolta. Það er mikil saga og mikil hefð þarna. Stemningin hefur ekki verið góð á vellinum upp á síðkastið, það verður að segjast eins og er. Spurning er hvort hún verði meiri í sumar.


Frá Meistaravöllum.

Komnir
Jakob Franz Pálsson á láni frá Venezia
Jóhannes Kristinn Bjarnason frá Norrköping
Luke Rae frá Gróttu
Olav Öby frá Noregi
Simen Lillevik Kjellevold frá Noregi

Farnir
Arnór Sveinn Aðalsteinsson í Breiðablik
Beitir Ólafsson hættur
Emil Ásmundsson í Fylki
Hallur Hansson
Kjartan Henry Finnbogason í FH
Pálmi Rafn Pálmason hættur
Þorsteinn Már Ragnarsson hættur

Dómur Einars fyrir gluggann (1-10): KR hafa misst mikla reynslu úr liðinu frá því í fyrra og fengið inn leikmenn sem hafa enga reynslu ur efstu deild á Íslandi. Hafandi sagt það þá hef ég ágætis trú á nokkrum af þeim leikmönnum sem KR hafa fengið í vetur en þeir hefðu mátt fá fleiri inn - 5.


Englendingurinn Luke Rae er einn af þeim sem KR hefur fengið inn í vetur.

Líklegt byrjunarlið


Leikmannalisti:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Frans Pálsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby
9. Stefán Árni Geirsson
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Knak Chopart
14. Ægir Jarl Jónasson
15. Pontus Lindgren
16. Theodór Elmar Bjarnason
17. Stefán Ljubicic
18. Aron Kristófer Lárusson
19. Kristinn Jónsson
20. Benoný Breki Andrésson
22. Luke Rae
23. Atli Sigurjónsson
26. Hrafn Tómasson
30. Rúrik Gunnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Fyrstu fimm leikir KR:
10. apríl, KA - KR (Greifavöllurinn)
15. apríl, Keflavík - KR (HS Orku völlurinn)
24. apríl, KR - Víkingur R. (Meistaravellir)
28. apríl, FH - KR (Kaplakrikavöllur)
3. maí, KR - HK (Meistaravellir)



Í besta falli og versta falli: Í besta falli þriðja sæti og í versta falli sjöunda sæti.

Seinna í dag birtist KR hlaðvarp hér á síðunni. Endilega fylgist með því!

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Arnar Daði Arnarsson, Arnar Laufdal, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Tómas Þór Þórðarson.
Athugasemdir