1. umferð Bestu deildar karla fer fram í dag, mánudag. Fyrstu leikir hefjast klukka 14:00 og lokaleikurinn hefst klukkan 20:15 á Kópavogsvelli þegar Breiðablik fær HK í heimsókn í Kópavogsslag.
Orri Steinn Óskarsson er spámaður umferðarinnar. Hann er leikmaður SönderjyskE í Danmörku, er þar á láni frá dönsku meisturunum í FCK. Hann er einnig U19 landsliðsmaður, var markahæsti leikmaðurinn í nýliðinni undankeppni og hjálpaði liðinu að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í sumar.
Orri Steinn Óskarsson er spámaður umferðarinnar. Hann er leikmaður SönderjyskE í Danmörku, er þar á láni frá dönsku meisturunum í FCK. Hann er einnig U19 landsliðsmaður, var markahæsti leikmaðurinn í nýliðinni undankeppni og hjálpaði liðinu að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í sumar.
Fylkir 2 - 1 Keflavík (14:00)
Fylkir mæta ferskir uppí bestu deildina, teppið í Árbænum klikkar seint, taka 2-1 sigur og 3 stig í pokann.
KA 3 - 0 KR (14:00)
Það er alltaf erfitt að fara til Akureyrar og sækja sigur, KA rútíneraðir og taka 3-0 sigur. Minn maður Sveinn Margeir verður balling og setur 2.
Valur 2 - 0 ÍBV (18:30)
Valur neitar bara að fá á sig mörk og ætli það haldi bara ekki áfram, ÍBV samt búnir að heilla mig á þessu undirbúningstímabili en Valur tekur þetta 2-0 nokkuð öruggt.
Fram 1 - 4 FH (19:15)
Framararnir eru auðvitað seigir en Kjartan Kári sagði við mig um daginn að hann elskar að spila á gervigrasi þannig þetta endar 4-1 fyrir FH. Kjartan Kári og Logi Hrafn, sem kemur sjóðandi heitur úr u19 landsliðinu, setja mark hver.
Stjarnan 2 - 2 Víkingur (19:15)
Tvö góð lið, ung og spennandi, leikur umferðarinnar að mínu mati. Kærastan segir að Samsungvöllurinn sé algjör gryfja og hann endar 2-2. Eggsy Aron verður í stuði og setur 2 og Dolli verður í rugluðum focus og leggur upp bæði Nikolaj Hansen er bara skepna og setur 2.
Breiðablik 3 - 0 HK (20:00)
Jújú maður er kannski ekki alveg hlutlaus hérna, og þótt að Ómar sé gamall íþróttakennari úr grunnskóla held ég að Blikarnir taki þetta nokkuð öruggt 3-0, Höskuldur með eitt og Patrik með 2,
Hér að neðan má nálgast upphitun fyrir fyrstu umferðina í hlaðvarpsformi.
Beinar textalýsingar
14:00 Fylkir - Keflavík
14:00 KA - KR
18:30 Valur - ÍBV
19:15 Stjarnan - Víkingur
19:15 Fram - FH
20:00 Breiðablik - HK
Athugasemdir