Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Í BEINNI
Undanúrslit Lengjubikarsins
Valur
LL 6
5
ÍR
Kósovó
0
0
Ísland
20.03.2025  -  19:45
Fadil Vokrri
Umspil Þjóðadeildarinnar
Dómari: Serdar Gözübüyük
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hungur og HM draumar í Aron Einari Aron Einar Gunnarsson er í landsliðshópnum. Hann ræddi við Fótbolta.net í dag og var um nóg að tala við Aron. Hann ræddi um stöðu sína, gagnrýnina, fyrirliðaskiptin og ýmislegt fleira:

   18.03.2025 16:00
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Fyrir leik
Orri Steinn er nýr fyrirliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er geggjuð tilfinning og mikið stolt. Það eru ekki allir leikmenn sem fá að upplifa þetta á sínum ferli. Ég er mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana áfram," segir Orri um að hafa fengið fyrirliðabandið.

„Maður var mjög spenntur þegar maður frétti af því að Arnar væri að taka við. Svo fékk maður símtal eins og maður bjóst við frá nýjum þjálfara. Þegar hann tilkynnti mér þetta var ég ekki alveg að trúa honum fyrst."

Frábært fyrir mig að hafa Aron innanborðs
Aron Einar Gunnarsson er í hópnum þrátt fyrir að fyrirliðabandið sé nú komið á nýjan aðila. Eins og talað hefur verið um þá þarf Aron ekki band til að vera leiðtogi í hópnum og Orri segir gott að geta leitað ráða hjá honum.

„Aron er auðvitað búinn að vera mikil fyrirmynd okkar frá því að við vorum ungir drengir. Það er frábært fyrir mig að hafa hann innanborðs, hann getur hjálpað mér og það væri verra ef hann væri ekki hérna. Hann veit hvað þetta snýst allt um og getur hjálpað mér í þessu nýja hlutverki."

Mikið sjálfstraust í mönnum
Skiljanlega er sjálfstraust orð sem hægt er að nota um íslenska landsliðið í þessum glugga. Margir af leikmönnum liðsins eru á flottu skriði með sínum félagsliðum og Orri segir það hafa sést á æfingum.

„Maður finnur það á æfingum að það er mikið sjálfstraust í mönnum. Menn eru gíraðir og spenntir fyrir nýjum áherslum og nýjum áherslum og hlutum. Það gefur manni góðan grunn til að byggja á að finna það á æfingum," segir Orri og viðurkennir að það sé góð tilfinning að spila með funheita leikmenn í kringum sig.

„Það gerir starf strækersins aðeins auðveldara. Þegar maður kemur í landsliðsglugga þá eru alltaf frábærir leikmenn kringum mann. Það eyðileggur ekki að þekkja þá mjög vel. Æfingarnar hafa verið mjög flottar hingað til. Gæðin eru geggjuð og æfingasvæðið mjög gott."

Fyrri leikur Kósovó og Íslands verður í Pristina á fimmtudagskvöld, sá seinni í Murcia á sunnudag. Sigurliðið í einvíginu verður í B-deild Þjóðadeildarinnar.

„Mjög spennandi leikir. Það er mikilvægt að frammistaðan sé góð og með frammistöðunni koma yfirleitt góðir sigrar. Okkur finnst mikilvægt núna að bæta sig sem lið og auðvitað ætlum við að vinna."

Að verða faðir
Orri, sem er tvítugur, er ekki bara að taka nýja ábyrgð með landsliðinu heldur einnig í lífinu utan vallar þar sem hann er að verða faðir.

„Maður er með ólétta konu svo maður þarf að hugsa um það. Það þarf að hugsa um það líka. Maður er að taka fulla ábyrgð þessa dagana og það er frábært. Það er gott að geta kúplað sig aðeins út og hugsa stundum um eitthvað annað en fótbolta," segir Orri Steinn Óskarsson.

   18.03.2025 14:46
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Fyrir leik
Jákvæður hausverkur Arnars Þegar litið er yfir íslenska hópinn eru ekki margir varnarmenn en samkeppnin um sóknarstöðurnar er mikil og spennandi að sjá hvernig Arnar stillir þessu upp!

   18.03.2025 08:15
Staðan á strákunum okkar - Margir mæta heitir til Spánar

   18.03.2025 16:30
Líklegt byrjunarlið Íslands - Þrír slagir
Fyrir leik
Síðast gat Kósovó ekki spilað heima hjá sér Kósovó er eitt yngsta landslið í heimi, eftir að þjóðin fékk sjálfstæði, og lék sinn fyrsta opinbera leik árið 2014. Ísland og Kósovó voru saman í undankeppninni fyrir HM 2018 og mættust tvívegis, Ísland vann báða leikina.

Þá var Kósovó í þeirri stöðu að geta ekki spilað heimaleikinn í heimalandi sínu þar sem ekki var völlur í landinu sem uppfyllti kröfur UEFA. Leikur Kósovó og Íslands fór þá fram í borginni Shkodër í Albaníu.

Ísland vann 2-1 útisigur þar sem Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson (víti) skoruðu mörk Íslands. Ísland vann svo 2-0 sigur gegn Kósovó á Laugardalsvelli þar sem Gylfi og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu.

Kósovó hefur síðan eignast löglegan þjóðarleikvang í höfuðborginni, Fadil Vokrri leikvanginn þar sem leikur Kósovó og Íslands fer fram á fimmtudagskvöld. Hann tekur um 14 þúsund manns og var tekinn í notkun eftur endurbætur 2018.

Mynd: UEFA
Fyrir leik
Þriðja liðið er frá Hollandi
Mynd: EPA

Það verða Hollendingar sem dæma leikinn en aðaldómari verður Serdar Gözübüyük. sem er af tyrkneskum uppruna.

Hann er 39 ára og dæmir í hollensku úrvalsdeildinni auk þess sem hann hefur dæmt í öllum þremur Evrópukeppnum UEFA í vetur. Síðasti landsleikur sem hann dæmdi var Þjóðadeildarleikur Póllands og Portúgals í október.

Dómari: Serdar Gözübüyük NED
Aðstoðardómari 1: Erwin E. J. Zeinstra NED
Aðstoðardómari 2: Patrick Inia NED
Fjórði dómari: Joey Kooij NED
VAR dómari: Clay Ruperti NED
Aðstoðar VAR dómari: Erwin Blank.NED
Fyrir leik
Vill ekki heppnissigra með engum framförum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eftir að hópur Arnars var opinberaður sat hann fyrir svörum á fréttamannafundi og var spurður út í andstæðingana.

„Þetta er lið sem er með hæfileikaríka einstaklinga, með leikmenn sem eru að spila með Napoli, Mallorca, Lille og Freiburg sem dæmi. Þeir eru með reynslumikinn þjálfara (Franco Foda) sem var þjálfari hjá austurríska landsliðinu áður en að Ralf Rangnick tók við. Hann er með reynslu úr alþjóðlegum fótbolta," sagði Arnar.

„Þetta er skemmtilega spilandi lið, sýnd veiði en ekki gefin. Þeir eru (29 sætum) neðar en við á heimslistanum en munurinn á liðunum er samt ekki svo mikill."

„Þetta verður erfitt verkefni við erum með „heimaleik" á Spáni, ekki hérna á Laugardalsvelli sem er eins og gott og við hefðum getað kosið í mars, en ekkert ákjósanlegt, við viljum fá okkar heimaleiki hérna á Laugardalsvelli. Ég á von á erfiðum leikjum."

„Auðvitað vil ég vinna, við viljum halda okkur í B-deildinni, B-deildin er góð fyrir okkur. Ég vil hins vegar ekki vinna og við sýnum ekki neinar framfarir. Ef við vinnum einhverja tvo heppnissigra og lærum ekki neitt þá mun það ekki gera okkur neitt gagn þegar verkefnin og alvaran byrjar í haust," sagði Arnar sem vísar þar í að undankeppni HM 2026 hefst seinna á þessu ári.
Fyrir leik
Velkomin til Pristína! Fótbolti.net er með beina textalýsingu frá Pristína í Kósovó þar sem Ísland leikur fyrri leik sinn gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Liðið sem tapar þessu einvígi þarf að sætta sig við það að spila í C-deildinni.

Þetta er fyrsti leikur Arnars Gunnlaugssonar sem landsliðsþjálfari og liðið var fyrr í vikunni að undirbúa leikinn á Spáni. Þegar landsliðshópurinn var tilkynntur spjallaði ég við Arnar í hlaðvarpsviðtali sem má nálgast hér:

   12.03.2025 15:00
Arnar Gunnlaugs eftir sinn fyrsta hóp - Klárlega merki um nýja tíma
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: