
Íslenska landsliðið er komið til Kósovó þar sem það leikur fyrri leikinn gegn heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum, ekki síst vegna þess að þetta verður fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.
Það blása ferskir vindar um íslenska liðið og þjóðin er bjartsýn. Samkvæmt skoðanakönnun á forsíðu Fótbolta.net eru 71% lesenda á því að Ísland vinni leikinn, 15% spá jafntefli og aðeins 14% sigri Kósovó.
Þess má geta að undirritaður rakst á svipaða könnun á fréttasíðu hér í Kósovó og þar eru 85% að spá sigri sinna manna í Kósovó!
Það blása ferskir vindar um íslenska liðið og þjóðin er bjartsýn. Samkvæmt skoðanakönnun á forsíðu Fótbolta.net eru 71% lesenda á því að Ísland vinni leikinn, 15% spá jafntefli og aðeins 14% sigri Kósovó.
Þess má geta að undirritaður rakst á svipaða könnun á fréttasíðu hér í Kósovó og þar eru 85% að spá sigri sinna manna í Kósovó!
Þegar veðbankar eru skoðaðir eru þeir nær allir á því að Kósovó sé sigurstranglegra liðið. Bet365 er til dæmis með stuðulinn 2,1 á Kósovó en 3,6 á Ísland. Vinir okkar á Lengjunni eru með 2,13 á íslenskan sigur en 3,23 á Kósovó.
Leikur Kósovó og Íslands verður klukkan 19:45 annað kvöld.
Athugasemdir