
Þjóðverjinn Franco Foda er landsliðsþjálfari Kósovó en hann er fyrrum landsliðsþjálfari Austurríkis.
Fjölmiðlar í Kósovó fjalla um að styrkleikar íslenska landsliðsins liggi sóknarlega og þjálfari liðsins, Franco Foda, minntist sérstaklega á ógnina sem Hákon Arnar Haraldsson, Albert Guðmundsson og Orri Steinn Óskarsson geta skapað.
Margir sóknarþenkjandi leikmenn íslenska liðsins eru sjóðheitir um þessar mundir og þremenningarnir sem Foda nefnir eru að gera góða hluti hjá Lille, Fiorentina og Real Sociedad.
„Við höfum skoðað íslenska liðið gaumgæfilega og vitum hvaða styrkleika og veikleika það hefur. Það er mikil ákefð og árásarhneigð í liðinu og nokkrir virkilega góðir leikmenn," sagði Foda á fréttamannafundi.
Margir sóknarþenkjandi leikmenn íslenska liðsins eru sjóðheitir um þessar mundir og þremenningarnir sem Foda nefnir eru að gera góða hluti hjá Lille, Fiorentina og Real Sociedad.
„Við höfum skoðað íslenska liðið gaumgæfilega og vitum hvaða styrkleika og veikleika það hefur. Það er mikil ákefð og árásarhneigð í liðinu og nokkrir virkilega góðir leikmenn," sagði Foda á fréttamannafundi.
Amir Rrahmani var með á síðustu æfingu Kósovó fyrir leikinn gegn Íslandi en hann hefur ekki getað tekið þátt að fullu í æfingum vikunnar.
Rrahmani er fyrirliði og líklega besti leikmaður Kósovó en þessi öflugi varnarmaður fór meiddur af velli á 77. mínútu í leik með Napoli gegn Venezia um síðustu helgi.
Þess má geta að Rrahmani lék tvo landsleiki með Albaníu áður en hann hóf að leika fyrir Kósovó. Hann skoraði fyrir Albaníu í vináttulandsleik gegn Kósovó 2015 og er líklega eini leikmaður heims sem hefur skorað fyrir annað landslið gegn því landsliði sem hann spilar fyrir í dag.
Athugasemdir