Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 18:16
Elvar Geir Magnússon
Pristina
Valgeir Lunddal ekki með í leiknum á morgun
Icelandair
Valgeir Lunddal.
Valgeir Lunddal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Anderson.
Mikael Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal verður ekki með íslenska landsliðinu í fyrri leiknum gegn Kósovó á morgun en hann er að stíga upp úr meiðslum.

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari segir að leikurinn á morgun komi aðeins of snemma fyrir Valgeir en hann ferðaðist þó með til Kósovó og vonast er til að hann geti tekið þátt í seinni leiknum, sem verður í Murcia á sunnudaginn.

Arnar greindi frá þessu á fréttamannafundi í Pristina en honum var að ljúka.

„Valgeir er ekki klár á morgun þó hann hafi æft mjög vel í dag. Við metum það svo að við verðum frekar með hann kláran fyrir leikinn á sunnudaginn," sagði Arnar.

Fyrr í dag var greint frá því að Mikael Anderson yrði ekki með í einvíginu og hann er farinn heim á leið.

„Mikael Anderson þurfti því miður að fara heim í dag. Við töldum það best úr því sem komið var að hann færi beint til síns félagsliðs og færi strax í meðhöndlun," sagði Arnar.

„Það er mjög leiðinlegt að missa hann, bæði fyrir okkur og fyrir drenginn líka. En svona er þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner