
Nýr fyrirliði íslenska landsliðsins, Orri Steinn Óskarsson, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Pristina í Kósovó í dag.
Annað kvöld er fyrri viðureign Kósovó og Íslands í umspili Þjóðadeildarinnar.
Orri var spurður að því hvernig liðinu hefði gengið að meðtaka breyttar áherslu og hugmyndafræði frá Arnari Gunnlaugssyni, nýjum landsliðsþjálfara.
Annað kvöld er fyrri viðureign Kósovó og Íslands í umspili Þjóðadeildarinnar.
Orri var spurður að því hvernig liðinu hefði gengið að meðtaka breyttar áherslu og hugmyndafræði frá Arnari Gunnlaugssyni, nýjum landsliðsþjálfara.
„Þetta er mikið af upplýsingum og fullt af nýjum áherslum. En eins og allir vita erum við landsliðsmenn elítu fótboltamenn og ef það eru einhverjir íslenskir leikmenn tilbúnir að taka svona mikið af upplýsingum þá eru það við," segir Orri.
„Við vitum hvað við þurfum að gera til að læra eins hratt og við getum. Mér finnst við allir hafa verið mjög opnir og móttækilegir fyrir nýjum upplýsingum og gert það besta á æfingum til að ná því besta fram. Undirbúningurinn hefur verið mjög fínn og við erum allir klárir."
Stoltur af því að vera Íslendingur
Orri er spenntur fyrir því að leiða liðið út á völlinn sem fyrirliði.
„Ég get ekki beðið. Það eina sem ég er búinn að vera að hugsa um síðan ég fékk að vita þetta. Ég er gríðarlega stoltur af því að vera Íslendingur og er spenntur fyrir leiknum á morgun," segir Orri Steinn Óskarsson.
Hér má sjá viðtal sem Fótbolti.net tók við Orra í gær:
Athugasemdir