Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 23:57
Elvar Geir Magnússon
Pristina
Sjö leikmenn Íslands á hættusvæði
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson er einn af þeim sem eru á hættusvæði.
Orri Steinn Óskarsson er einn af þeim sem eru á hættusvæði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur hefur þegar tekið út leikbann en er á hættusvæði.
Jón Dagur hefur þegar tekið út leikbann en er á hættusvæði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld verður fyrri leikur Kósovó og Íslands í Þjóðadeildinni hér í Pristina.

Það eru strangar agareglur í Þjóðadeildinni og þarf aðeins tvö gul spjöld í keppninni til að fara í leikbann. Það gerir það að verkum að alls sjö leikmenn Íslands sem verða í hópnum á morgun eru á hættusvæði og munu taka út bann í seinni leiknum í Murcia á sunnudag ef þeir fara í svörtu bókina.

Það eru Mikael Egill Ellertsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Ísak Bergmann Jóhannesson, Orri Steinn Óskarsson, Jón Dagur Þorsteinsson, Arnór Ingvi Traustason og markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson.

Valgeir Lunddal Friðriksson er einnig á hættusvæði en hann er að stíga upp úr meiðslum og verður ekki með í leiknum á morgun.

Jón Dagur hefur þegar tekið út bann í Þjóðadeildinni en er kominn með þrjú gul og fer því aftur í bann ef hann krækir sér í gult spjald í Pristina. Svo má geta þess að Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari, er líka á hættusvæði en hann fékk gult spjald í riðlinum.

Arnar Gunnlaugsson sagði á fréttamannafundi í dag að hann héldi því opnu að kalla inn leikmann eða leikmenn í hópinn fyrir seinni leikinn.

„Það eru nokkrir á hættu að fá leikbann og maður veit ekki hvað gerist með meiðsli, við áskiljum okkur rétt til að kalla inn einhverja leikmenn ef á þarf að halda," segir Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner