Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Brennan Johnson, Antoine Semenyo, Niclas Fulkrug, Sacha Boey og fleiri koma við sögu.
Brennan Johnson, vængmaður Tottenham, er á óskalista Crystal Palace í janúar. Palace vill fá þennan 24 ára gamla landsliðsmann Wales til að hjálpa sér í baráttunni um Meistaradeildarsæti (Telegraph)
Tottenham er tilbúið að borga óvenju há laun til að næla í Antoine Semenyo, 25, leikmann Bournemouth til að vinna Man City og Liverpool í baráttunni. (Teamtalk)
Chelsea er að vinna kapphlaupið um hinn 19 ára gamla Kees Smit, leikmann AZ Alkmaar, Newcastle, Man Utd og Tottenham hafa einnig áhuga. (The I)
Newcastle hefur áhuga á varnarmanninum Dayann Methalie, 19, leikmanni Toulouse. Koma hans gæti orðið til þess að Fabian Schar yfirgefi félagið í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. (Football Insider)
Nafn Niclas Fulkrug, 32, framherja West Ham, er á lista hjá AC Milan í janúar en hann vill ólmur yfirgefa Lundúnaliðið. (Gazzetta dello Sport)
Crystal Palace hefur áhuga á Sacha Boey, 25, bakverði Bayern, talið er að hann muni yfiirgefa félagið í janúar. (Fabrizio Romano)
West Ham, Lazio og Milan hafa öll áhuga á Andrea Pinamonti, 26, ítölskum framherja Sassuolo. (Calciomercato)
James Garner, miðjumaður Everton, er á óskalista Nottingham Forest en það er ólíklegt að hann yfirgefi félagið í janúar þar sem hann hefur verið lykilmaður. (Mail)
Chelsea og Man Utd hafa mikinn áhuga á Noah Sadiki, 20, miðjumanni Sunderland en hann hefur byrjað mjög vel í úrvalsdeildinni. (Football Insider)
Athugasemdir


