Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 18. mars 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Vistabella
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Icelandair
Aron Einar á landsliðsæfingu á Spáni í dag.
Aron Einar á landsliðsæfingu á Spáni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki á stefnuskrá Arons að spila með Þór í sumar.
Það er ekki á stefnuskrá Arons að spila með Þór í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson er í landsliðshópnum sem býr sig undir komandi leiki gegn Kósovó. Hann ræddi við Fótbolta.net í dag og var um nóg að tala við Aron. Hann fékk fyrst spurningu um stöðuna á sér líkamlega.

„Standið er mjög gott, mér líður vel í líkamanum og það er hungur í mér. Ég er klár í bátana og til í að gera allt til að landa sigri. Það er það sem ég er að einbeita mér að," segir Aron sem er klár í leikina tvo.

Hann segir tempóið hafa verið hátt á æfingum og alveg ljóst að menn vilja sýna sig og sanna fyrir nýjum landsliðsþjálfara, Arnari Gunnlaugssyni.

„Hann hefur komið mjög skemmtilega inn og ég hef rætt vel og mikið við hann um næstu skref og er virkilega spenntur."

Aron er tvímælalaust einn besti landsliðsmaður íslenskrar fótboltasögu en valið á þessari goðsögn á þessum tímapunkti hefur verið nokkuð umdeilt þar sem hann hefur ekki verið að spila mikið. Í skoðanakönnun Fótbolta.net sögðust 59% ekki vera sammála valinu.

„Það mega allir hafa skoðun á valinu. Landsliðsvalið hefur alltaf verið á milli tannana á fólki á Íslandi og það er bara eðlilegt. Maður er bara mættur til að sýna sig og sanna og er ekki að stressa mig á því sem fólk hefur að segja. Eftir að hafa verið lengi frá lítur maður öðruvísi á íþróttina sjálfa og ég ber meiri virðingu fyrir íþróttinni. Ég sá góðan vin minn Aron Pálmars tala um það sama með handboltalandsliðinu í janúar. Mér hefur liðið nákvæmlega eins. Ég ætla að gefa allt eins og ég hef gert í alla 104 landsleikina sem ég hef spilað."

Aron Einar staðfestir að hann sé í þessum hópi núna sem miðvörður.

„Já. Við erum ekki með marga varnarmenn og það gefur kannski augaleið. Ég get spilað báðar stöður og er klár í það en er hugsaður sem miðvörður í þessu verkefni."

Stefnan að vera áfram úti
Aron er hjá Al-Gharafa í Katar en er ekki skráður í leikmannahóp liðsins í katörsku deildinni, vegna útlendingakvóta, en hefur spilað með liðinu í Meistaradeild Asíu. Hvernig eru gæðin í þeirri keppni?

„Við höfum verið að spila við lið frá Sádi-Arabíu. Þar er tempó og manni leið eins og maður væri að spila gegn hágæða Evrópuliðum. Góð taktík, fótboltaleikir með hágæða leikmenn. Það eru leikmenn í Sádi sem ættu að vera að spila áfram í Evrópu," segir Aron.

Hann vonast eftir því að fá áframhaldandi samning úti og er ekki á áætlun hans að spila á Íslandi í sumar.

„Við sjáum hvernig staðan þróast. Ég skynja að það sé verið að breyta reglum í Katar og fjölga erlendum leikmönnum. Leiðinlega staðan núna er að geta ekki spilað í deildinni vegna útlendingakvóta en spila í Meistaradeild Asíu. Þeir ætla vonandi að breyta reglunum því það eykur mína möguleika. Ég stefni á að vera áfram úti, ég ætla ekki heim í sumar."

Verður Aron semsagt ekki í treyju Þórs í sumar?

„Eins og staðan er í dag er það ekki planið. Það getur breyst eins og allt annað," segir Aron og þakkar Þór fyrir að hafa komið ferli sínum aftur í gang síðasta sumar. Hann segir að vera sín hjá liðinu hafi gefið sér mikið.

Ætlar aftur á HM
Í haust hefst undankeppni HM og Aron er með það markmið að spila í henni og hjálpa Íslandi að komast alla leið í lokakeppnina sem fer að stærstum hluta fram í Bandaríkjunum.

„100%. Til þess þarf ég að vera úti og spila á háu tempói. Ég átta mig á því. Ég ætla að taka þátt í undankeppni HM og komast á HM," segir Aron Einar.

Orri á framtíðina fyrir sér sem fyrirliði Íslands
Orri Steinn Óskarsson er nýr fyrirliði eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við. Aron segist hafa stutt þessa ákvörðun frá byrjun og segir jákvæða þróun að yngri leikmenn taki nú meiri ábyrgð.

„Fyrirliðabandið er komið á Orra, þeir fá aukna ábyrgð og ég held að það sé virkilega góð þróun. Þeir fá meira sjálfstraust og ég tel að þeir séu algjörlega tilbúnir í það. Maður sér það í leikjum og á æfingum,"

„Ég var alveg hlynntur þessari ákvörðun frá byrjun. Ég er á svæðinu til að miðla af minni reynslu og mér finnst það góð þróun. Alveg sama hvað Orri er gamall, hann er jarðbundinn strákur sem á framtíðina fyrir sér sem fyrirliði Íslands. Ég held að hann eigi eftir að standa sig fáránlega vel í því," segir Aron.

Að lokum var Aron spurður út í komandi leiki gegn Kósovó.

„Við eigum að vinna þá en þeir eru með flinka leiki sem geta klárað leiki. Hjá okkur skiptir mestu máli að bæta okkur en auðvitað verðum við að halda okkur í B-deildinni, fá betri leiki og erfiðari andstæðinga. Ætlunin er að halda sér í B-deildinni."
Athugasemdir
banner