Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fim 17. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Víðir kominn með nýtt þjálfarateymi (Staðfest)
Dani Benéitez er nýr þjálfari Víðis
Dani Benéitez er nýr þjálfari Víðis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dani Benéitez, leikmaður Víðis, hefur tekið við þjálfun liðsins út tímabilið ásamt Sölmundi Inga Einvarðssyni.

Sveinn Þór Steingrímsson var látinn taka poka sinn eftir slaka byrjun á tímabilinu en liðið er á botninum í 2. deild með aðeins 8 stig eftir tólf leiki.

Hann stýrði liðinu er það vann Fótbolta.net bikarinn fyrst allra liða árið 2023 og fór með liðið upp úr 3. deildinni á síðustu leiktíð.

Eins og áður kom fram taka þeir Dani og Sölmundur við liðinu út leiktíðina en þeir stýrðu liðinu í tapinu gegn Haukum á dögunum. Næsti leikur Víðis verður í Ólafsvík á sunnudag.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 12 8 2 2 32 - 16 +16 26
2.    Haukar 12 7 2 3 23 - 17 +6 23
3.    Þróttur V. 12 7 2 3 17 - 12 +5 23
4.    Dalvík/Reynir 12 7 1 4 20 - 11 +9 22
5.    Grótta 12 5 5 2 20 - 14 +6 20
6.    Kormákur/Hvöt 13 6 0 7 18 - 23 -5 18
7.    KFA 13 5 2 6 32 - 30 +2 17
8.    Víkingur Ó. 12 4 4 4 21 - 17 +4 16
9.    KFG 12 4 1 7 18 - 25 -7 13
10.    Höttur/Huginn 12 3 3 6 18 - 27 -9 12
11.    Kári 12 3 0 9 14 - 32 -18 9
12.    Víðir 12 2 2 8 12 - 21 -9 8
Athugasemdir