Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveinn svekktur: Stjórnin ekki sammála því
Sveinn Þór Steingrímsson.
Sveinn Þór Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vann Fótbolti.net bikarinn með Víði.
Vann Fótbolti.net bikarinn með Víði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Þór Steingrímsson var í gær rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Víðis í Garði. Hann var á sínu þriðja tímabili með liðið eftir að hafa áður stýrt Magna og Dalvík/Reyni fyrir norðan.

Hann vann Fótbolti.net bikarinn 2023 og fór með liðið upp úr 3. deildinni í fyrra.

Víðir er einungis með átta stig eftir tíu umferðir í 2. deild og í tilkynningu Víðis, sem gefin var út í gærkvöldi, er sagt að sá árangur sé undir væntingum og því voru þeir Sveinn og Snorri Már Jónsson, aðstoðarmaður hans, látnir fara.

„Þeir hafa skilað góðu starfi en stjórn tekur þessa ákvörðun með hagsmuni liðsins að leiðarljósi," segir í tilkynningu Víðis.

Í tilkynningunni er þjálfurum þakkað fyrir sín störf og talað um að samkomulag hafi verið gert um starfslok.

Fótbolti.net ræddi við Svein um tíðindin.

„Svekkjandi niðurstaða þar sem við þjálfararnir vildum halda áfram og höfðum trú á verkefninu. Það var engin uppgjöf í okkur," segir Sveinn.

„En eins og kom fram í tilkynningunni frá félaginu voru þau ekki sammála því og ákváðu að skipta um þjálfara. Svona er þetta bara. Ekki öruggasta starfsumhverfið."

„Auðvitað er maður ekkert sáttur hvernig þetta endaði en ég mun allavega líta yfir tímann minn í Garðinum og verið stoltur af því sem áorkaðist. Margar góðar minningar og tengingar sem mynduðust á þessum tíma."

„Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið traustið á sínum tíma og vil óska liðinu góðs gengis í framhaldinu,"
segir Sveinn.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 10 7 2 1 27 - 12 +15 23
2.    Þróttur V. 10 7 1 2 17 - 9 +8 22
3.    Grótta 10 5 4 1 19 - 12 +7 19
4.    Haukar 10 5 2 3 15 - 14 +1 17
5.    Dalvík/Reynir 10 5 1 4 14 - 11 +3 16
6.    Víkingur Ó. 10 3 4 3 19 - 14 +5 13
7.    KFG 10 4 1 5 16 - 18 -2 13
8.    Kormákur/Hvöt 10 4 0 6 11 - 18 -7 12
9.    KFA 10 3 2 5 22 - 20 +2 11
10.    Kári 10 3 0 7 12 - 24 -12 9
11.    Víðir 10 2 2 6 10 - 15 -5 8
12.    Höttur/Huginn 10 1 3 6 11 - 26 -15 6
Athugasemdir
banner
banner
banner