Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 20. júlí 2022 19:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oliver Ekroth: Held að það verði nóg til að ná í góð úrslit
Oliver í baráttunni gegn Malmö
Oliver í baráttunni gegn Malmö
Mynd: Raggi Óla
„Það var gaman og áhugavert að spila við líklega eitt besta lið Skandinavíu. Mér fannst við gera mjög vel, skoruðu fimm mörk í leikjunum og vorum manni færri í um 50 mínútur. Við eigum að vera stoltir af því en getum ekki verið glaðir því við komumst augljóslega ekki áfram," sagði Oliver Ekroth, miðvörður Víkings, um einvígið gegn Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á dögunum.

Malmö vann 6-5 og sendi Víking í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Við gáfum þessu séns og það góðan séns og gáfum allt sem við gátum í verkefnið en þetta er bara eins og það er. Núna þurfum við bara að horfa áfram á næsta verkefni."

Fannst þér betra liðið fara áfram? „Á pappírunum já," sagði Oliver og hló. „Þar eru þeir betri en ég er ekki viss, þetta voru jafnir leikir en þú verður að vinna fótboltaleiki til að fara áfram."

Oliver ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu Víkings í dag. Á morgun kemur TNS frá Wales í heimsókn í Víkina. Um er að ræða fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Ég held að sigurlíkur okkar séu góðar, við erum gott lið. Við höfum sýnt að við erum að verða betri og betri. Ég veit ekki mikið um þá, við ætlum að einbeita okkur að okkar liði og hvernig við ætlum að vinna þá. Ég held að það verði nóg til að ná í góð úrslit hér á heimavelli og svo vonandi jafngóð úrslit í útileiknum í næstu viku," sagði Oliver.

Hann er þrítugur sænskur miðvörður sem gekk í raðir Víkings frá Degerfors í vetur. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum. Þar er Oliver spurður út í byrjunina á tímabilinu hér á Íslandi, marga meðspilara í hjarta varnarinnar, hvort hann sé að spila sinn besta bolta, millinafnið sitt og samningsstöðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner