Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   sun 18. júní 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn köstuðu peningum í Donnarumma
Donnarumma vill ekki skrifa undir nýjan samning við AC Milan.
Donnarumma vill ekki skrifa undir nýjan samning við AC Milan.
Mynd: Getty Images
Gianluigi Donnarumma er ekki lengur krúttið í ítalska boltanum.

Hann hafnaði samningstilboði frá AC Milan og er væntanlega á förum. Donnarumma og umboðsmaður hans, Mino Raiola, hafa verið sakaðir um græðgi og stuðningsmenn eru brjálaðir.

Einhverjir stuðningsmenn AC Milan voru mættir til Póllands í kvöld og sáu U21 árs lið Ítalíu vinna Danmörku, 2-0.

Donnarumma stóð í markinu hjá Ítölum, en snemma í leiknum var peningum kastað í hann.

Það þurfti að stöðva leikinn í skamma stund á meðan völlurinn var hreinsaður.

Hér að neðan má sjá mynd af þessu.



Athugasemdir
banner
banner
banner