Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
   þri 14. nóvember 2017 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir: Þarf ansi margt að breytast á sex mánuðum
Icelandair
Heimir á hliðarlínunni í Katar.
Heimir á hliðarlínunni í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í dag.

„Það er fyrst og fremst bara vonbrigði," sagði Heimir aðspurður að því hvað væri það fyrsta sem færi í gegnum hugann á honum eftir leikinn.

„Það jákvæða er varnarleikurinn í seinni hálfleik, við spiluðum með öðruvísi leikaðferð. Við ætluðum, sama hvernig staðan væri í leiknum, að bakka aftarlega og spila með þrjá miðverði og mér fannst það ganga vel þangað til við fengum á okkur þetta mark. Það var mjög kostulegt þar sem við vorum með þrjá miðverði."

Lestu um leikinn: Katar 1 -  1 Ísland

Heimir var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn.

„Við vorum mjög óánægðir, ég ætla að vera hreinskilinn með það. Það var ekkert tempó, ekki tempó í sendingum, ekki tempó í hlaupum og ekki hugsun. Þeir voru á undan okkur í allt."

„Við töluðum um í hálfleik að ef við ætlum til Rússlands og spila gegnum bestu leikmönnum í heimi, þá þarf ansi margt að breytast á næstu sex mánuðunum til að við verðum samkeppnishæfir þar."

Ferðin til Katar vekur bæði upp gleði og svekkelsi hjá Heimi.

„Þetta var fyrst og fremst eins og við ætluðum okkur, þetta var að hluta til afslöppunarferð og hristi hópinn saman, það var gaman hjá hópnum og það heppnaðist vel. Við erum auðvitað hundfúlir með úrslitin."

„Þetta var líka möguleiki fyrir leikmenn að stíga upp og sýna hvað þeir geta, þeir fengu núna tvo leiki til þess. Við vildum fá svör og það
er gott að fá svör, þótt þau séu neikvæð. Sumir nýttu tækifærið og aðrir gerðu það ekki, þannig er það bara."


„Nú förum við að undirbúa janúarferð sem verður líka skemmtilegt," sagði hann að lokum.

Viðtalið í heild sinni er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner