Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 10. apríl 2018 16:03
Magnús Már Einarsson
Fjölnir spilar fyrsta leik í Pepsi-deildinni í Egilshöll
Fjölnismenn byrja mótið inni í Egilshöll.
Fjölnismenn byrja mótið inni í Egilshöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir hefur ákveðið að spila fyrsta leik sinn í Pepsi-deildinni í sumar í Egilshöll. Fjölnir mætir KA í fyrstu umferðinn laugardaginn 28. apríl næstkomandi. Fjölnismenn höfðu áhyggjur af grasinu á Extravellinum fyrir fyrstu umferðinu og ákváðu því að spila inni.

„Við mátum stöðuna þannig að það væri mjög ólíklegt að völlurinn yrði almennilega leikhæfur. Við spjölluðum við KSÍ og tókum ákvörðun um það í staðinn fyrir að draga ákvörðun fram á síðustu stundu að ákveða tímanlega að spila leikinn inni," sagði Kristán Einarsson formaður meistaraflokksráðs í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Við ætlum að bjóða upp á glæsilega umgjörð í kringum leikinn. Það hefur aldrei verið spilaður alvöru leikur þarna inni. Við bindum miklar vonir við að vinir okkar í KA fjölmenni á leikinn og að það verði hörkustening í húsinu."

Árið 2011 mættust Fylkir og Grindavík í Kórnum í fyrstu umferð þar sem Fylkisvöllur var ekki klár. Árið 2013 mættust ÍA og KR einnig í Akraneshöllinni vegna veðurs en sá leikur fór fram undir lok móts. Að öðru leyti hafa ekki farið fram leikir í efstu deild karla innandyra.

„Þetta er ákveðið tilraunarverkefni. Ef að tekst vel og er gaman þá er hægt að sjá hvort það sé ekki hægt að byrja þessa deild fyrr og spila fyrstu 3-4 umferðirnar ef allir eru sáttir með það," sagði Kristján.
Athugasemdir
banner
banner
banner