Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   lau 27. apríl 2024 16:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Höfum ekki verið heppnir með dómgæslu undanfarið
Mynd: EPA

Manchester United gerði jafntefli gegn Burnley í dag þar sem Zeki Amdouni tryggði Burnley stigið með marki úr vítaspyrnu.


Erik ten Hag var ekki ánægður með dómgæsluna í leiknum en United menn kölluðu tvisvar eftir því að fá vítaspyrnu í leiknum.

„Óheppni og við höfum ekki verið heppnir með dómgæslu undanfarið. Við höfum fengið á okkur svo margar vítaspyrnur, þessi er réttlætanleg en ekki aðrar. Ef þú skoðar Wan-Bissaka í bikarnum, hvað er þá þetta?" Sagði Ten Hag og vitnaði þá í atvik þar sem Sander Berge tæklaði Alejandro Garnacho í teignum.

„Við verðum að líta í eigin barm. Við gerðum mistök en þú tekur ábyrgð."


Athugasemdir
banner
banner