Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
   þri 19. júní 2018 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Alfreð: Einn sími til eða frá, "who cares"
Icelandair
Jóhann Alfreð Kristinsson.
Jóhann Alfreð Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mið-Ísland grínhópurinn kom óvænt til Gelendzhik í Rússland í gær og skemmti þar fyrir bæði landsliðið og síðan fyrir fjölmiðlamenn frá Íslandi, allt í boði Vodafone.

Þetta var þó ekki það eina sem þeir félagar gerðu í Rússlandi því að sjálfsögðu voru þeir meðal áhorfenda á leik Íslands og Argentínu síðastliðinn laugardag.

„Það var stressandi en mjög gaman. Öll stemningin í kringum þennan leik var alveg frábær. Þetta er ekki ósvipað því sem gerðist síðast í Frakklandi en þetta er enn meira; það verða ekki aftur saman 5 þúsund Íslendingar í Moskvu held ég," sagði Jóhann Alfreð, einn meðlima Mið-Íslands í viðtali í gær.

Um upplifunina á leiknum segir hann:

„Ég og Bjössi (Björn Bragi) fórum til Frakklands Dóri og Bergur höfðu ekki komið á stórmót. Bergur var farinn að ofanda fyrstu mínúturnar þannig að við þurftum að styðja hvorn annan strákarnir. Þegar komið var inn í seinni hálfleikinn hafði maður ekki brjálaðar áhyggjur af þessu. Ég vissi að þetta myndi fara vel."

Týndi símanum en er drullusama
Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands.

„Ég var í treyju Alfreðs númer 11, ég sendi nokkrar góðar myndir og var mjög sáttur við minn mann," sagði Jóhann Alfreð en ferðalagið hjá honum ef ekki alveg gengið snurðulaust fyrir sig.

„Ég tapaði símanum mínum í leigubíl, gleymdi honum í leigubíl. Asnaskapur. En ég ákvað það daginn eftir að sleppa því að hafa áhyggjur. Einn sími til eða frá, "who cares"."

„Við förum upp úr riðlinum, ég þorfi ekki að segja annað fyrst Heimir er hérna á ferðinni," sagði Jóhann að lokum.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner