Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 08. apríl 2014 09:46
Magnús Már Einarsson
Guardiola: Á bara 14 menn
Schweinsteiger er í banni á morgun.
Schweinsteiger er í banni á morgun.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari FC Bayern, segist lítið geta komið á óvart í liðsvali sínu í síðari leiknum gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

Bastien Schweinsteiger og Javi Martinez eru í banni á morgun og þá eru Thiago Alcantara og Xherdan Shaqiri frá vegna meiðsla.

,,Við eigum einungis 14 leikmenn í aðalliðinu svo ég á ekki marga möguleika," sagði Guardiola.

,,Ef við vinnum þá komumst við áfram en ef ekki þá erum við úr leik. Þetta mun ráðast á smáatriðum."

Talið er að Philipp Lahm muni leika í hægri bakverðinum hjá Bayern á morgun en ekki á miðjunni. Toni Kroos mun taka stöðu Schweinsteiger á miðjunni og Mario Mandzukic verður frammi.
Athugasemdir
banner
banner