Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mið 09. apríl 2014 09:40
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Forlan reyndi að fá Suarez til Man Utd
Powerade
Diego Forlan poppar upp í slúðri dagsins.
Diego Forlan poppar upp í slúðri dagsins.
Mynd: Getty Images
Maxime Gonalons er orðaður við Arsenal og Manchester United.
Maxime Gonalons er orðaður við Arsenal og Manchester United.
Mynd: Getty Images
Phil Bardsley gæti farið til West Ham.
Phil Bardsley gæti farið til West Ham.
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúðrið úr enska boltanum í dag.



Gaston Ramirez vill fara frá Southampton til AC Milan. (Daily Mirror)

Toni Kroos hefur sagt liðsfélögum sínum hjá FC Bayern að hann vilji fara til Manchester United. (Daily Mail)

Tony Pulis gæti fengið framherjann hávaxna Simon Makienok til Crystal Palace. (Daily Express)

Bryna Ruiz vill vera áfram hjá PSV Eindhoven á næsta tímabili en hann er í láni hjá hollenska félaginu frá Fulham. (London Evening Standard)

Younes Belhanda, miðjumaður Dynamo Kiev, segir að það sé draumurinn að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið orðaður við Arsenal. (Metro)

Manchester United, Napoli og Arsenal áhuga á franska miðjumanninum Maxime Gonalons hjá Lyon. (Talksport)

West Ham vill fá Phil Bardsley bakvörð Sunderland en hann verður samninslaus í sumar. (Daily Mirror)

Nani mun fara frá Manchester United í sumar þrátt fyrir að hafa skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið í fyrra. (Independent)

Tottenham er að skoða Loris Benito vinstri bakvörð FC Zurich. (Daily Mirror)

Serge Aurier, hægri bakvörður Toulouse, mun hafna tilboðum frá Monaco og PSG til að ganga í raðir Arsenal í sumar. (Sun)

Mauricio Pochettino ætlar ekki að framlengja samning sinn við Southampton strax en hann gæti tekið við Tottenham af Tim Sherwood. (Daily Telegraph)

Sherwood hefur hafnað tilboði um að halda áfram hjá Tottenham sem aðstoðarstjóri þegar Louis van Gaal tekur við liðinu í sumar. (Daily Mail)

Emmanuel Adebayor vill að Sherwood haldi áfram með Tottenham. (Metro)

Diego Forlan reyndi að sannfæra landa sinn Luis Suarez um að ganga í raðir Manchester United á sínum tíma í stað Liverpool. (Daily Star)

David Gold, formaður West Ham, hefur blásið á þær ásakanir Steven Gerrard að allt hafi verið gert til að gera undirbúning Liverpool sem erfiðastan fyrir leik liðanna um helgina. (London Eveing Standard)

Thorgan Hazard, yngri bróðir Eden Hazard, segist klár í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili eftir að hafa verið á láni frá Chelsea hjá Zulte Waregem síðustu tvö tímabil. (Daily Star)

Freddy Shepherd, fyrrum formaður Newcastle, segist hafa haft betur gegn Manchester United í baráttunni um Alan Shearer á sínum tíma. (Daily Mail)

David Moyes, stjóri Manchester United, hefur sagt Roy Hodgson landsliðsþjálfara Englendinga að hann muni ekki taka neina áhættu með meiðsli Wayne Rooney fyrir HM. (Times)

Mamadou Sakho, varnarmaður Liveprool, segir að leikurinn gegn Manchester City á sunnudag sé stærsti deildarleikur liðsins í 24 ár. (Daily Express)

Borussia Dortmund vill fá Lukasz Fabianski markvörð Arsenal. (Bild)
Athugasemdir
banner