Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 13. janúar 2015 22:00
Alexander Freyr Tamimi
Myndband: Sonur Ronaldo hitti Messi - Mikill aðdáandi
Ronaldo ásamt syni sínum á sviðinu í gærkvöldi.
Ronaldo ásamt syni sínum á sviðinu í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
Það má með sanni segja að ein af stjörnum gærkvöldsins þegar Gullknötturinn var afhendur í Zurich hafi verið sonur Cristiano Ronaldo.

Cristiano yngri kom upp á svið til að fagna með föður sínum eftir að Ronaldo vann Gullknöttinn fyrir að vera besti leikmaður heims árið 2014, en þetta var í þriðja skiptið sem hann fær þessi verðlaun.

Skemmtilegt myndband var birt í dag sem tekið var baksviðs á hátíðinni í Sviss, en það fangar ótrúlega skemmtilegt augnablik á milli þeirra Ronaldo yngri og Lionel Messi.

Ronaldo sat baksviðs með fjölskyldu sinni þegar Lionel Messi gekk framhjá, og fjölskyldan hvatti Cristiano yngri til að fara og heilsa Messi og ræða aðeins við hann.

Ronaldo greindi Messi svo frá því að sonur hans væri mikill aðdáandi, hann væri alltaf að horfa á myndbönd af honum og tala um hann.

Þeir Ronaldo og Messi þykja tveir bestu leikmenn heims og er deilan um hvor þeirra sé betri endalaus. Því er oft haldið fram að það andi mjög köldu á milli þeirra, en miðað við þetta frábæra myndband virðist allt vera í himnalagi.


Athugasemdir
banner
banner